Hvernig væri að hafa heimildirnar réttar????!

Jahérna nú get ég ekki annað en látið aðeins í mér heyra!!!!

Málið lítur allt örðuvísi út heldur en kemur fram í þessari frétt! Strákurinn sem umræðir er í fyrsta lagi að verða 13 ára. Manneskjan sem tilkynnti þetta á við einhver alvarleg vandræði að stríða þar sem hún elti strákinn á fullri ferð á bílnum sínum, hann varð hræddur og beygði snögglega í burtu og þar lá við slysi þar sem hjólið næstum valt í kjölfar þessa!!!

Eins var ég að tala í símann inn á heimili stráksins þegar bjallan dinglar. Móðir drengsins fór til dyra og ég heyrði allt sem fram fór þeirra á milli!

Manneskjan byrjaði að garga strax þegar dyrnar opnast og var mjög dónaleg! Móðir drengsins hafði aldrei séð þessa dónalegu og reiðu manneskju áður og átti erfitt með að svara henni þar sem hún fékk einfaldlega ekki að komast að. Yngri strákurinn á heimilinu kemur svo fram í útidyrnar því hann heyrir að það eru einhver mikil læti þarna í gangi.. Hann er 9 ára. Bandóða manneskjan fer að öskra að honum og segir:"svo er þessi alltaf á skellinöðru hérna, hann er alveg kolvitlaus!!"

Móðir drengsins hafði verið róleg fram að þessu en hækkar róminn þegar þarna var komið við sögu og segir: "ég get sagt þér það strax að þessi drengur hefur aldrei komið nálægt svona tækjum og er hræddur við þau, fyrir utan að hann er búinn að vera hér inni í allan dag.! Eins reyndi móðir drengsins að koma því að, að það væri fleiri á svæðinu sem væru á svona tækjum og hún vissi um eina skellinöðru í hverfinu, en sá strákur væri nú líklega kominn með próf á það!!

Þessi bandóða dónalega manneskja hlustaði ekkert á þetta og gargaði að móðir drengsis gæti greinilega ekkert hamið syni sína og því myndi hún kalla til barnaverndarnefnd! Manneskjan sagði einnig að hún væri búin að tala við lögregluna en þeir vildu lítið gera.

Um kvöldið koma lögreglan inn á heimilið og ræddi við foreldrana en þó aðallega drenginn sem er að verða 13 ára. Þetta fór allt friðsamlega fram í góðu yfirlæti. Drengurinn sá eftir gjörðum sínum og sagðist ekki ætla að fara svo illa að ráði sínu aftur.  Málið var að hann hafði stolist á fjórhjólinu... en lenti svo í þessari snarvitlausu manneskju sem reyndi EINFALDLEGA að AKA HANN niður!!! OG hana nú! Rétt skal vera rétt.

Hinsvegar mætti alveg íhuga að koma á legg svæði þar sem börn og unglingar gætu átt góðann dag með foreldrum eða forráðamönnum sínum á þessum tækjum!!

Svo er mér spurn hvar og hvernig fréttamenn afla sér heimilda?? ÉG sá að vísir er líka með frétt um þetta sama mál og þar er líka farið kolvitlaust með heimildir! Er enginn metnaður hjá fréttamönnum að fara rétt með frásagnir sínar?? Maður veltir líka fyrir sér í framhaldinu hvað sé mikið til í þeim fréttum sem maður les eða heyrir....
mbl.is 10 ára drengur á fjórhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tilfellið er að fréttamenn eru ömulegir í svona fréttaflutningi.....það verður að fara koma upp viðeigandi svæðum um allt land fyrir svona hjól....það eru fleirri þúsund svona hjól á landinu...en 3-4 svæði

GST (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 12:37

2 identicon

Þetta er að vissu leyti rétt hjá þér að fréttaflutningurinn er ónákvæmur. Hinsvegar er strákurinn 12 ára og ætti ekki að vera á fjórhjóli á götunum.

Ég dreg ekki í efa að  bandóða dónalega manneskjan hafi verið nákvæmlega þetta, en ég efast um að hún hafi beinlínis ætlað sér að keyra krakkann niður :)

Elskið friðinn!

Ævar (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Guðný Lára

já Ævar það er reyndar rétt hjá þér að manneskjan hefur eflaust ekki ætlað að keyra barnið niður... Ég var kannski aðeins of harðorð þarna og viðurkenni það! En manneskjan var samt mjög dónaleg, og að mínu mati hefði verið betra að hún kæmi til foreldrar drengsins í góðu og kynnti sig.. og bæri svo upp erindi sitt.. fyrst hún var að koma þarna í fyrsta skiptið!

Það er rétt líka sem þú segir með fjórhjólið og göturnar.. enda stalst drengurinn til að fara á því. Hann var tekinn í gegn fyrir það, en mér finnst samt ótrúlega hart í árinni tekið þegar sent er barnaverndarnefnd á fjölskylduna fyrir þetta fyrsta brot..! Mér er spurn hvort manneskjan hafi gengið í öll hin húsin á svæðinu og sent svo barnaverndarnefnd og lögreglu á allt liðið? :)

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 13:34

4 identicon

Mér finnst ekkert að því að koma upp svæðum þar sem að FULLORÐIÐ fólk getursinnt þessu áhugamáli sínu en af hverju þarf að koma upp svæðum til þess að krakkar geti farið að keyra á fjórhjólum útum allt? Er ekki alveg nóg að bíða þangað til þau verði 16 ára hvað er næst? Á að farað koma upp svona brautum í kringum leikskóla þannig að krakkarnir geti farið að eiga góðan dag á fjórhjólunum með fóstrunum?? Rugl.

Tjásan (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:35

5 Smámynd: Guðný Lára

fyrirgefðu Tjásan... en þú átt svo sem rétt á þínum viðhorfum en.... þau eru hálf skrítin ......  Vissiru ekki að það eru framleidd fjórhjól og þau líka seld hérna... sem eru svo lítil að lítil börn geta bara verið á þeim?

fyrir utan það þá finnst mér bara allt í besta lagi að BÖRN geti farið á svona svæði með FULLORÐNUM og lært á þessi tæki í góðu tómi.. frekar heldur en að þau fái bara ALLS ekki að prufa svona fyrr en 16 ára.. og fara sér svo að voða þá.. þar sem þau hafa ekki verið undir handleiðslu FULLORÐINNA að neinu ráði.. og nýta sér það í botn að mega loksins gera það sem þeim listir á þessu...

þetta er kannski ruglingslegt hjá mér.. en þetta eru engu að síður mín viðhorf.. og að sjálfsögðu finnst mér þau vera mun betri en þín  

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 13:41

6 identicon

rétt einsog mér finnst þín viðhorf skrítin

jú ég veit það reyndar að þau eru til fyrir litla krakka alveg einsog motorkross hjólin (sem mér finnst þó verri en fjórhjólin!) en mér finnst bara rugl að láta litla krakka vera á vélknúnum faratækjum almennt.. verðum barað vera sammála um að vera ósammála

Tjásan (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: Guðný Lára

já Tjásan við verðum að vera það... sammála um að vera ósammála! En við getum verið sammála um að þessi motorkrosshjól séu verri..!  

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 14:01

8 Smámynd: Elis, Lilja og co.

Lögreglan er í raun skyldug til að tilkynna öll svona mál til barnaverndarnefndar. En hins vegar tel ég nokkuð ljóst miðað við þínar lýsingar Guðný Lára, að barnavernd aðhefst lítið meira en nú þegar hefur verið gert.

Elis, Lilja og co., 18.2.2008 kl. 14:09

9 Smámynd: Elis, Lilja og co.

Já, og það eru nú til afnmörkuð svæði þar sem krakkar geta keyrt á svona torfærutækjum, allavegana crossurunum.

Elis, Lilja og co., 18.2.2008 kl. 14:10

10 Smámynd: Anna Lilja

Rugl að láta litla krakka vera á vélknúnum farartækjum?

Eru 10 ára börn litlir krakkar í þínum augum?

Hjólin eru hönnuð þannig að börn geti notað þau og ekki hlotið skaða af, bæði með tilliti til stærðar og hraðagetu.

Mörg börn 10 ára og eldri ráða vel við að keyra fjórhjól og skellinöðrur en það má ekki setja þau öll undir sama hatt þó svo einn 12 ára drengur fari út af sporinu.

Ég fékk mitt fyrsta fjórhjól þegar ég var 10 ára og ég var vel fær um að keyra það og systkini mín líka. Þegar ég var orðin 13 ára átti ég heldur ekki í neinum vandræðum með að stjórna hjóli af stærstu gerð og það vafðist því síður fyrir mér hvernig ég átti að haga mér í umferðinni.

Þetta eru bara fordómar og della og kemur skoðunum ekkert við. 

Anna Lilja, 18.2.2008 kl. 14:16

11 Smámynd: Guðný Lára

já nákvæmlega.. ég reyndar veit ekki hvort slíkt svæði sé þarna í kringum Stokkseyri og Eyrabakka! En ákkúrat þar ætti að vera slíkt svæði þar sem það er mikið um þessi tæki þarna...

manneskjan sem mætti gargandi inn á umrætt heimili hefði með öllu réttu átt að ganga í annaðhvert hús þarna og kalla svo til lögreglu og barnaverndarnefnd... Svona fyrst hún fór út í þetta á annað borð... afhverju þá að skilja útundan...

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 14:18

12 Smámynd: Guðný Lára

Anna Lilja.. þessi strákur fór alls ekkert útaf sporinu frekar en einhver annar.... aftur á móti fór manneskjan sem elti hann á bílnum sínum útaf sporinu og sú manneskja var nærri búin að valda slysi hvort sem hún ætlaði sér það eða ekki!

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 14:22

13 identicon

Anna Lilja, ég var að tjá skoðun mína hún er ekkert byggð á slysum á krökkum eða nokkru svoleiðis þetta er bara það sem mér finnst.

Já ég kalla 10 ára krakka ekki unglinga! þau eru börn! Og bæ þí vei þá er mjög mikill þroskamunur á 10 og 13 ára krökkum þannig já ég kalla 10 ára lítil börn og fullorðnir eru yfirleitt fljótari að gera sér grein fyrir aðstæðum ef eitthvað kemur fyrir þar sem þarf að bregðast við heldur en krakkar á þessum aldri þannig að þó það sé ekkert mál að stjórna þessu dóti þá er það ekki það sama og að hafa vald ef eitthvað myndi koma uppá.

Yfirhöfuð finnst mér krakkar ekkert hafa með það að gera að vera á vélknúnum farartækjum. Ég er sammála Guðnýju að skv. atvikalýsingunni þá var manneskjan sem elti hann snarbiluð og ekkert að sakast við strákræfilinn að því leytinu til sem betur fer fór ekki verr!

NB mér finnst svosem ekkert mikið að því ef að þau eru í sveit eða á hálendi að brumma um á fjórhjólum en ekki útá götum en jú ef fólk er voooða áhugasamt um þetta þá finnst mér alltílagi að hafa svæði en mér finnst í kringum 13 ára ætti þá að vera lágmarksaldur þar =)

Tjásan (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:44

14 identicon

Mér finnst ekki sniðugt að svona ungir krakkar séu einir á svona hraðskreiðum fartækjum. Á frænda sem lenti í slysi á svona tæki. Finnst að krakkar eigi að vera orðin allavegna 13 ára og eigi þá að fara á námskeið þar sem þeim er kennt á þetta og kenndar umferðareglur um leið.  Ég er viss um að það myndi líka hjálpa fólki við að læra á ökutæki í framtíðinni.

Það er auðvelt að lenda i slysi á þessu. Þótt að foreldrar treysti barninu fyrir því að vera á tækinu þá er ekki hægt að treysta á aðra (eins og manneskjan i bilnum í þessum tiltekna dæmi, var næstum búin að keyra krakkann niður, viljandi eða óviljandi)

Finnst það alltaf jafn fáránlegt að sjá bensín knúin farartæki i leikbæjarbæklingnum ætlað fyrir 5 ára og eldri.

Lida (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:47

15 identicon

Væri samt óskandi að mogginn myndi hafa þetta rétt eftir :P er svipað og misskilningsfréttin sem var um daginn um dómarann sem gifti parið eftir að hafa fleygt kallinum í fangelsið...

mogganum er eikkað farið að mistakast við upplýsingaöflun :S 

Tjásan (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:47

16 identicon

Sæl

Gat bara ekki staðist það að sega nokkur orð. Það er einhver viss ástæða fyrir því að börn eru ekki látin hafa bílpróf fyrr en um 17 ára aldur. það er ekki vegna þess að þau get ekki valdi því að keyra, heldur einfaldlega vegna þess að þau eru ekki nógu þroskuð (þá er verið að eiga um heilan) til að taka réttar ákvarðanir á hættulegum stundum eins og gerast oft í umferðinni.

 Ég vil ekki sýnast vera kreddufull gagnvart forhjólum en þau eru einfaldlega farartæki og ef við fullorðna fólkið leyfum börnum að eiga slíka gripi þá erum við með vissum hætti að ota þeim í umferðina, eins og ég segi aftur, þá eru börnin ekki nógu þroskuð, til að standast það að mega ekki fara í umferðina þar sem þau telja sig miklu klárari á hjólunum heldur þau eru kannski í raun.

Hitt málið hvernig konugreyið brást við er náttúrulega, er bara ekki í lagi, hún verður að sjálfsögðu að gera það upp við sig sjálf svona framkomu og stefna lífi annarra í hættu. En því miður þá er fullt af fullorðnum einstaklingum sem ættu hreinlega ekki að hafa próf, en það er aftur á móti allt annað mál.

Þannig ég spyr foreldra sem gefa börnunum sínum fjórhjól og segja síðan við þau að það megi bara nota þau á vissum stöðum, þeir hljóta að sjá að það verður mjög erfitt fyrir barnið/unglinginn að bíða í 4 ár með að fara með fjórhjólið  í umferðina. Því finnst mér þessar reglur bíði hreinlega eftir því að eitthvert barn eigi eftir að fara sér að voða og þá verði brugðist við, sorgleitt en oftast, satt.

Kveðja

Helga M

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:10

17 identicon

Það er hægt að fá ýmsar tegundir af þessum græjum og þurfa þær ekki endilega að vera hraðskreiðar, ég tek akkurat ekkert mark á ykkur sem eruð að tala um að þessir krakkar eigi bara alls ekkert að vera á vélknúnum farartækjum. Hvílíkt bull!! Þetta er þvert á móti mjög skemmtileg iðja sem kennir þeim heilmikið í umgengni við vélar og tæki sem við erum öll í mjög nánu samneyti við alla ævi. Auðvitað þarf þetta að gerast með yfirumsjón foreldra og samneyti, en þar er þetta líka gott vegna þess að fullorðnir og börn tengjast oft við þessa iðju, er það ekki eitt af því sem er oft vælt yfir í dag. Að börn og fullorðnir eyði meri tíma saman og geri eikvað. Tilvalið! Ég er semsagt bróðir umrædds drengs og ætla svo sem ekkert að afskaka það sem hann gerði, enda stalst hann smá í leyfisleysi og fær örugglega viðeigandi áminningu fyrir það. Lögreglan ræddi meira að segja persónuega við hann og það virkar mjög oft á krakka. Allavega hefur hjólið ekki einu sinni farið í gang síðan, reyndar er enginn staður, Engar brautir og ekkert sem hægt er að fara með þetta á. Allavega ekki sem ég veit um og ekki löggan sem kom heim vssi um. Hann vissi reyndar ekki alveg nákvæmlega hvar mátti nóta það. haha
Þetta hefur reyndar bara gert bróðir mínum gott, hefur verið duglegur að vinna sér inn peninga og standa sig betur í námi, allt til þess að geta fengið svona hjól og verið á því. Og hvað erum við þá komin með þar? Jú forvörn, ég lít á þetta sem einn mjög sterkan lið í förvörnum. Hvort viljið þið að barnið ykkar leiðist út í hið sívinsæla og sívaxandi mótorsport eða leiðist út í eiturlyf eða vændi. Þannig að það er gott að hugsa aðeins út fyrir kassann og ekki segja alltaf strax nei nei nei og má ekki, má ekki. Það er orðið of mikið um svoleiðis í dag og tel ég það ekki hollt að við breytum Íslandi algjerlega í Amerískt hræðslu og örvæntingarsamfélag.

En já rétt er það að fjölmiðlar þurfa að fara rétt með, alveg óþolandi hvernig þeir klúðra þessu algerlega, bæði á vísi og mbl. Ég reyndar sprakk úr hlátri þegar ég las þetta fyrst, ótrúlegt hvernig stórir fjölmiðlar missa reglulega algerlega niðrum sig, reyndar veit ég um mörg dæmi þannig og eru fjölmiðlar að mínu mati nú ótrúverðugir

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:17

18 identicon

Helga, þú setur ekki barnið þitt á fjórhjól og segir svo góða ferð,

Þú þarft að hafa algera yfirumsjón með barninu og það er ekkert mál að gera þetta með þeim.
Það sem vantar frá samfélaginu eru einhverjir staðir þar sem hægt er að vera á. Og ef það er svona erfitt að finna viðeigandi staði þar sem tekið er tillit til náttúru og umhverfis þá eru ekki réttir menn að vinna í því.

KAM'ON!!!

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:22

19 Smámynd: Guðný Lára

Helga... þetta er vel skrifað hjá þér. Eins er gott að það komi fram afhverju bílprófsaldurinn er miðaður við 17 ára. En mig langar að benda þér á það, að í bloggfærlsunni minni í þessu tiltekna máli benti ég á að drengurinn stalst til að fara á hjólinu út á götu. Hann hefur ekki leifi til þess skilst mér á móðir hans. Foreldrar hans hafa þó gaman af að fara dagsferðar á staði þar sem hann má leika sér með hinum fullorðnu.

Á þann hátt er fjölskyldan saman með eitthvað áhugamál, barnið fær að prufa sig áfram í viðurvist forráðamanna og fær að svala forvitnis og/eða útrásarþörfinni í viðurvist þeirra á hjólinu. Á þennan hátt er meiri möguleiki á að barnið læri betur allar aðstæður og að valda tækinu sem slíku.

ÉG er nefninlega alveg hjartanlega sammála því að krakkar á þessum aldri eiga alls ekki að vera út í umferðinni á svona tækjum, og það eru foreldrar þessa drengs líka sammála um!

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 15:23

20 identicon

hvernig væri að hafa heimildirnar réttar?.... hvernig væri eiginlega að fara eftir settum lögum!!!? þetta er kannski bara hans fyrsta brot eftir því sem við vitum því hver veit hvort þetta var hans fyrsta skipti á hjólinu bara eina skiptið sem hann er tekinn þökk sé þessari "snarklikkuðu konu" sem var nú einu sinni að tilkynna lögbrot einsog sómasamur bæjarbúi gerir, að lækka aldurinn er ekki í lagi með fólk eða? já af hverju að lækka þá ekki bara bílprófsaldurinn í 15 ára jú vegna þess að krakkar eru ekki með nægilegan þroska til þess einsog þessi strákur er greinilega ekki með! og sénsinn að foreldrarnir vissu ekki af því að hann hefði farið eitthvað á hjólinu þar sem þau eru nú ekki hávaðalítill og fólkið greinilega búið að vera heima allan daginn einsog þú sagðir í færslunni! og ef strákurinn er næstum búinn að valda slysi vegna þess að það er einhver að keyra á eftir honum segir manni enn fremur að hann er greinilega ekki hæfur á þetta hjól enda bara 12 ára HALLÓ reynið aðeins að vakna til lífsins. ég hneikslast þegar að 15 ára krakkar stela bíl og keyra um einsog brjálæðingar enda ekki með bílpróf  og þetta er alveg það NÁKVÆMLEGA sama!!! oghananú þetta er bara það sem mér finnst......!

Heiðrún (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:23

21 Smámynd: halkatla

maður þarf að passa sig á því að trúa ekki öllu sem maður les í fréttum - flestir trúa því sem þeir vilja og ætli fréttamennirnir stíli ekki inná þessi tilfinningaviðbrögð sem við höfum flest svo litla stjórn á - gott hjá þér að lýsa þessu sem vitni

p.s ég vil bara taka það fram að ég er ekki að setja mig inní neitt annað en frásögn þína af þessu atviki - gaman að "snarklikkuðu konunni" hehe, hún hefur verið spinnegal heyrist mér! 

halkatla, 18.2.2008 kl. 15:35

22 Smámynd: Guðný Lára

Heiðrún... hver var að tala um að lækka aldurinn? og í hvaða samhengi ég skil þig ekki alveg??

annað.. ég bið þig um að alhæfa ekki svona eins og þú gerir...

"sénsinn að foreldrarnir vissu ekki af því að hann hefði farið eitthvað á hjólinu þar sem þau eru nú ekki hávaðalítill og fólkið greinilega búið að vera heima allan daginn einsog þú sagðir í færslunni!"

Hvað veist þú um þetta heimili? Móðirin gæti verið heyrnalaus og þú veist ekkert um það.. sem er reyndar ekki raunin í þessu tilviki! Strákurinn setur hjólið stundum í gang þarna á stóru bílaplani við húsið...! Það ætti ekki að koma þér neitt sérstaklega við þó hann geri það er það nokkuð?

annað sem þú segir: 

"og ef strákurinn er næstum búinn að valda slysi vegna þess að það er einhver að keyra á eftir honum segir manni enn fremur að hann er greinilega ekki hæfur á þetta hjól enda bara 12 ára HALLÓ reynið aðeins að vakna til lífsins"

Enn bið ég þig um að alhæfa ekki svona... þú greinilega hefur enga hugmynd um hvað átti sér stað þarna og ert að reyna að ímynda þér aðstæðurnar.. sem tekst ekki svo vel til! Á ekki hinn fullorðni í umferðinni að vera góð fyrirmynd? segi ekki annað....!!!

Og já það er í lagi að hafa sínar eign skoðanir... en ekki gera ráð fyrir og alhæfa um aðstæður sem þú hefur ekki hugmynd um! það er eina sem ég bið þig um Heiðrún!

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 15:39

23 identicon

Heðrún..strákurinn var að stelast í fyrsta skipti og verður tekið á því, hann fór ekki langt og var ekki lengi en hann er ekki vanur að gera það og fyrir utan það á þá virðast þetta nánast vera leyft hérna á Stokkseyri og þar sem að ég er þar núna að horfa út um gluggan þá eru þeir á fullri ferð akkurat núna sem stunda þetta reglulega ólíkt bróður mínum sem hreyfir sit hjól nánast aldrei. Hér eru litlir krakkar á krossurum og hjálmlausir á ferpinni stanslaust fram og til baka allan sólarhringinn á 60-90 km hraða og búið að vera þannig síðan við fluttum hingað, hvar er þá þessi sómasami og löghlýðni bæjarbúi eins og þú kýst að kalla hana. Sjálfskipaða bæjarlögreglan sem veldur næstum stórslysi en þá væri umræðan hér öðruvísi ekki satt. Hvað varðar bílprófsaldurinn og það veit ég ekki. Þetta er allvega svona núna og við verðum að reyna að aðlagast þessum reglum eins og þær eru! Enn og aftur kalla ég eftir stöðum og brautum þar sem þetta má vera. Og ef að löggan sem kom hérna um daginn veit ekki einu sinni hvar þetta má vera að þá er eikvað að.

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:40

24 identicon

já guðný hún var HEYRNALAUS hahaha ókey hannvar kannski alltaf að starta hjólinu planinu,ég er ekkert að spá í því hvort hann sé að gera það  heldur er ég að spá í því að hann sér að brjóta lögin.... ekki alveg drepa mig úr hlátri guðný hahaha er ég að reyna að ýminda mér eitthvað sem er ekki að takast vel vissi ekki til þess að þú hefðir verið að keyra á eftir konunni útaf hennar aksturslagi í þessu umrædda atviki eða hvað? er það ekki bara orð stráksins hvernig hún var að elta hann? ert að reyna að réttlæta þetta atvik með aksturslagi konunnar og því hve mikið dómgreindarleysi strákurinn er með en getum þakkað fyrir það að hann olli ekki neinu alvarlegu slysi eða slasaði sjálfan sig!!! hvað hefðu þið nú sagt þá ég bara spyr!!!?

heiðrún (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:01

25 identicon

Ert þú nokkuð þessi umrædda kona "heiðrún" hehehe

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:06

26 identicon

Þegar fullorðin kona keyrir yfir á vitlausan vegar helming og veldur því næstum því að strákurinn sem btw var að keyra rólega og samviskusamlega, veltur því næstum því yfir sig, þá efast ég um að hún sé að hugsa um velferð eins eða neins. Enda virtist þetta vera einskonar einelti á strákinn því henni virðist vera alvega sama um alla hina sem eru hér ávallt á bruni. Að mínu mati ætti hún að sæta kæru líka og ég er einmitt að skoða það alverlega núna.

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:09

27 Smámynd: Guðný Lára

Heiðrún.. án þess að ég vilji vera dónaleg þá eiginlega skil ég þig ekki alveg...´Ertu búin að lesa bloggið og umræðuna hérna? Þú virðist vera nefninlega hálfgert út á þekju...

Það var enginn að tala um að þetta væri ekki lögbrot.. þar eða.. að sjálfsögðu átti hann og á ekki að vera á hjólinu þarna útí í umferðinni! ég er ekki að reyna að réttlkæta neitt.. við erum bara ekki að tala um sömu hlutina held ég!

Nema þú hafir verið þarna og séð hvað gerðist.. ég er farin að spyrja mig hvort þú sért ekki hreinlega manneskjan sem keyrði bílinn?

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 16:10

28 identicon

nei ekki get ég sagt það og það er algjör óþarfi að nota gæsalappir þar sem ég skrifa undir mínu nafni vil reyndar taka fram að ég er ekki að reyna að skapa nein illindi finnst bara skrítið að það eina sem þér fannst ástæða til að blogga um var að vísir eða mbl eða eitthvað fór með rangan aldur finnst það sem strákurinn gerði mun alvarlegra en það... :/

Heiðrún (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:13

29 identicon

Já en það er alveg ástæða til að minnast á það að

það var í raun konan sem var að stofna fólki í hættu en ekki strákurinn þó hann hefði verið ólöglegur, þess vegna átti hún a sýna smá þroska og koma heim að dyrum og tala málefnalega um þetta brot hans. Ekki stofna honum í frekari hættu og koma svo æpandi og meira að segja dæma litla bróður hans ranglega. Það er það sem er gremjulegast í þessu og ber að leiðrétta!!!!  

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:23

30 Smámynd: Guðný Lára

Guðmundur... mikið rosalega getum við hugsað eins stundum.... hehe ég var að sjá svarið þitt hérna ofar...  það mætti halda að við værum skild....

Heiðrún... heldur þú að eina ástæðan sé sú að ég bloggi um þetta vegna þess að fréttin var röng á mbl og vísir?? ég skal þá leiðrétta það strax... strákurinn sem umræðir í fréttinni er bróðir minn... og mér fannst mikilvægt að fyrst að þetta var komið í fréttirnar að staðreyndir málsins kæmu rétt fram! Og ég get sagt þér að ég er ekki að fela eitt né neitt eða réttlæta einn eða annan hlut! Og.. þetta með að setja gæsalappir á eitthvað sem aðrir skrifa er gegnum gangandi á spjallsíðum og er alls ekki einhver einelti í þinn garð! Þannig svarar maður beint einhverju sem aðrir segja... Maður gerir einnig svona í ritgerðum, bókum og ´öðru slíku til þess að ekki sé bent á ritstuld..!

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 16:46

31 Smámynd: Guðný Lára

Einnig vil ég benda á það sem Guðmundur skrifar hér ofar... 

"það var í raun konan sem var að stofna fólki í hættu en ekki strákurinn þó hann hefði verið ólöglegur, þess vegna átti hún a sýna smá þroska og koma heim að dyrum og tala málefnalega um þetta brot hans. Ekki stofna honum í frekari hættu og koma svo æpandi og meira að segja dæma litla bróður hans ranglega"

Þetta er mjög vel orðað hjá honum, og er nákvæmlega eins og ég hefði viljað orða þetta sjálf! Þetta er kannski ein rúsínan í pylsuenda þessa máls..

og nú er ég búin að gera quote á fleiri en þig Heiðrún...

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 16:56

32 identicon

í fyrsta lagi þá vissi ég alveg að hann væri bróðir þinn og hvað var svona mikið annað rangt við fréttina en að hann væri í raun 12 ára en ekki 10 ára og svo í sambandi við þessar gæsalappir þá skal ég koma með smá annað dæmi um gæsalappir skoðaðu nú vel..... ,,Ert þú nokkuð þessi umrædda kona "heiðrún" hehehe

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:06 " reyna að fylgjast með guðný!

skil heldur ekki hvers vegna þið eruð að ráðast á konuna þar sem þið getið ekki staðhæft það sem hún gerði eina sem þið hafið eru orð óþroskaða bróður ykkar

Heiðrún (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 17:19

33 Smámynd: Guðný Lára

Heiðrún... hvernig veist þú svona mikið um þetta mál? Hvernig getur þú staðhæft það hvort einhver annar var þarna á svæðinu þar sem þetta gerðist nema þú hafir einfaldlega verið þarna sjálf?

og annað... þú vilt engin leiðindi segiru, en samt ertu með frekar lummó upphrópanir hér.. svo sem eins og: " reyna að fylgjast með guðný!" Ég var alls ekki að tala um það hverju AÐRIR eru að svara þér hérna... ég var að tala um hvernig ég SVARA... ef þú skoðar svarið mitt til þín hér ofar þá sérðu það!

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 17:27

34 identicon

þekki ekki konuna sem lét lögregluna vita, bý í reykjavík ætla samt ekki að upplýsa mína heimildarmenn enda koma þeir mínum kommentum ekkert við. veit bara það að þú getur ekki sagt mig vita ekkert um það hvernig konan ók þar sem þú veist það ekki sjálf... og þú skilur greinilega ekki hvað ég meinti með síðasta kommenti dísús kræst! ég var ekki að skrifa til þín guðný í sambandi við gæsalappirnar heldur til hans guðmundar er alveg drullusama um þín mjög svo ofnotuðu qoute!

Heiðrún (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 17:43

35 Smámynd: Guðný Lára

mér finnst þú nú ekki vera manneskja til að dæma um það Heiðrún hvernig ég nota mín quote á mínu bloggi...   en afhverju skrifaðiru þá fylgjast með guðný ef þú varst ekki að skrifa til mín mér er spurn?

Annars getum við eflaust rifist um eitthvað svona endalaust.... En það hefur svo sem ekki mikið upp á sig... en ég veit líka um mína heimildarmenn.. og trúi þeim frekar en þér þar sem ég veit ekki einu sinni hver þú ert!

Einnig skil ég ekki æsing þinn yfir þessu máli... þetta mál kemur greinilega frekar illa við þig... nema þú hafir bara farið öfugu megin fram úr í morgun... eigum við að ræða það eitthvað frekar...

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 17:53

36 identicon

Já þetta er farið út í tóma vitleysu hérna en rétt í þessu þá skutlaði ég bróður mínum út í mótorsmiðju með hjólið á kerru, samviskusamlega, þessa 300metra sem þarf að fara. Á leið minni til baka þá mætti ég hinum krökkunum að koma með sín hjól og allir keyrandi á þeim sjálfir, allt niðrí pínulitla krakka á vespum, ábyggilega eikvað mikið minni en 10 ára. Ég varð doldið fúll að fylgjast með þessu hvernig allir virðast hunsa lögin og hafa gert um árabil. Svo flytjum við á Stokkseyri, strákurinn gerir þau mistök að keyra um í sakleysi eins og hinir en nei þá kemur allt í einu brjáluð kona og eltir hann uppi eins og hund. Í kjölfarið erum við kærð og skrifaðar greinar í fjölmiðla og fólk eins og Heiðrún farið að tala um hvað þetta sé alvarlegt það sem HANNN gerir hehe. Sannleikurinn er sá að við erum með þeim skynsamari á þessu svæði í sambandi við þessa hluti. Efast um að hinir eigi einu sinni kerru. Ég hringdi í lögregluna áðan til þess að fá upplýsingar, þeir segja að þetta hafi alltaf verið svona þarna á þessu svæði og lítið sé hægt að gere og allir bendi á hvorn annan. Ok það er ábyggilega rétt. Eins kíkti ég bara í heimsókn til þessarar konu og spurði hana spjörunum úr. Samkvæmt hennar frásögn þá elti hún hann og eðlilega varð hann hræddur og beygir frá. Semsagt hún stofnar honum í hættu. Er það borgaraleg skylda hennar að gera það Heiðrún?
Mér virðist samkvæmt frásögn hennar að þetta hafi verið einkver persónuleg árás á hann umfram aðra og hún staðfestir að hann hafi verið að keyra hér á ákveðnum svæðum sem er alrangt, og við vitum.
Við fáum áminningu út af henni og við bregðumst rétt við. eins og ég segi að þá var ég sá eini með hjólið bundið á kerru.
Auðvitað er kannski ekki málið hvort hann var 10 eða 12 og stokkseyri eða eyrarbakki en málið er að hann var ekki að stofna neinum í hættu við akkurat þetta tilvik, heldur frekar þessi kona. Og jú reyndar vill maður að fjölmiðlar fari rétt með staðreyndir og finnst mér það siðferðisleg skylda þeirra. (þó það sé annað mál)
Við munum passa betur uppá þetta og virða lögin frekar á næstunni öfugt við flesta aðra hér virðist vera, enda strákurinn greinilega ekki vel liðinn í augum þessarar konum sem er reyndar doldið sjúkt.
Svona er nú málið og vona ég að Heiðrún og þeir sem eru að afbaka og snúa uppí vitleysu út af einhverjum pirringi í sjálfum sér hætti því núna og snúi sér að einhverju sem kemur því sjálfu við..!!!

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:26

37 Smámynd: Lýður Pálsson

Það eina sem pirrar mig varðandi þessa frétt er það að visir.is setti inn mynd af Eyrarbakka í stað myndar af Stokkseyri. Þetta segi ég sem unandi beggja þessara fallegu en þó ólíku þorpa. Þau alvarlegu mistök er visir.is búinn að leiðrétta.  

Einnig finnst mér undarlegt af lögreglunni að setja þetta á vefinn. Aðgát skal höfð í nærveru sálar - ekki satt?

Og í þriðja lagi undarlegt af fjölmiðlunum visir.is og mbl.is að "ýkja" aldur mótorhjólastráksins. Eða var strákurinn etv. "10 ára" þegar fréttin var fyrst sett á lögregluvefinn?

Lýður Pálsson, 18.2.2008 kl. 18:59

38 Smámynd: Guðný Lára

já það er spurning hvort lögreglan hafi kannski haft aldurinn vitlausann í byrjun... hver veit..? Manni finnst það hálf skrítið allavegana að fjölmiðlarnir fari að ýkja aldurinn að ganni sínu..!

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 19:12

39 identicon

ókey aldurinn er hva 15eða 16 ára til að keyra svona tæki veit ekki alveg...burt séð frá minni skoðun þá finnst mér að lögin eigi að gilda yfir alla en ekki bara eitt barn...!

því finnst mér þá lögreglan ,augljóslega, ekki vera að vinna sína vinnu þar sem þetta er ekki leyfilegt gagnvart lögum og þeir þurfa greinilega að fara að drífa í því að girða uppum sig brækurnar í þessum efnum.

"Manni finnst það hálf skrítið allavegana að fjölmiðlarnir fari að ýkja aldurinn að ganni sínu..!"

aldurinn var réttur á lögregluvefnum og fjölmiðlar hafa sennilega ýkt aldurinn til að hafa fréttina meira krassandi..

Guðbjörg Sandra (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:54

40 identicon

sæll !! það er greinilega ekki hægt að taka mark á fréttaflutningi lengur.

ég veit hvernig þetta allt saman gerðist. þetta væri ekkert sona mikið vandamál ef að þessi kona hefði kannski bara komið og talað við foreldrana á rólegum nótum. það sem hún gerði fannst mér mjög óþroskað af henni. og  þið vitið öll hvernig það allt saman var. enda tekur maður meira mark á fólki sem er ekki æpandi og hagar sér ekki eins brjálæðingur.! við vitum öll að hann var að gera eitthvað sem mátti ekki gera. en eins og er búið að segja hérna margoft þá var hann ekki að stofna einum né neinum í hættu. ég held að fullorðin einstaklingur á bifreið sem eltist brjáluð á eftir strák á litlu fjórhjóli sé MUN hættulegri heldur en strákur á fjórhjóli sem var ekki að fara hratt. og það veit hver heilvita maður.!  og það sem mér finnst asnalegast við þetta er sð konan sé æpandi og með dónaskap við móðurina og yngri bróður drengsins, sem hefur til dæmis ALDREI komið nálægt öllum þessum tækjum. aðeins að slaka á sko.

Maren (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 20:08

41 identicon

Það er afar mikill miskilningur ef þú túlkar þetta þannig að það sé verið að reyna að firra foreldrana ábyrgð, foreldrarnir taka á sig fulla ábyrgð í þessu máli eins og kannski aðrir foreldrar á þessu svæði ættu að kynna sér, þar er greinilega einhverju ábótavant. Eins og ég sagði áðan að þá hefur verið tekið á þessu máli á allan hátt og við flytjum hjólið hér innan bæjar á kerru meira að segja þegar litlir 7-15 ára guttar koma brunandi á afturdekkinu framúr manni á 60-90 km hraða. Hvar eru þeirra foreldrar og hvað á eiginlega að gera hér í þessu???? Sumir breyta í skynsamlega hegðun á meðan aðrir brjóta lögin og lögreglan virðist ekki gera neitt nema ákveðnir einstaklingar hér á Stokkseyri kvarti yfir einhverjum ákveðnum sem fara persónulega í taugarnar á þeim, mér finnst ég vera að endurtaka mig stanslaust í þessum commentum!!!  

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:35

42 Smámynd: Guðný Lára

Guðný Lára: Jóhann Örn... Að sjálfsögðu bera FORELDRARNIR ábyrgð á börnunum sínum og ég veit ekki til þess að ég hafi sagt neitt annað en það... ÉG veit það líka, að ég á 3 börn sem eru dugleg, hlýðin en samt prakkarar. Börnin mín gera ekki alltaf allt sem ég segi... ertu að segja þá að ég sé óábyrg móðir og beri ekki ábyrgð á mínum börnum?

Þegar þú varst yngri gerðir þú aldrei neitt af þér sem foreldrar þínir sáu ekki fyrir? Ertu að segja mér að þú sért svo fullkominn að börnin þín myndu alltaf gera nákvæmlega það sem þú segir þeim að gera?

Því miður þá verð ég að segja að þín skoðun í mínum huga er frekar vanhugsuð..!!!

Guðný Lára, 19.2.2008 kl. 00:16

43 Smámynd: Guðný Lára

Þessi drengur á reyndar ekki hjólið pabbi hans keypti það!! Ég sé ekkert athugavert við það!

Guðný Lára, 19.2.2008 kl. 00:36

44 identicon

Og það er enginn að segja annað!

Guðmundur (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 00:37

45 Smámynd: Guðný Lára

Laissez-Faire... Ég ólst upp í sveit þannig að ég þekki þetta með traktórana alveg! Ég var byrjuð mjög ung að keyra þá, því fullorðnafólkið þurfti einfaldlega að þá hjálp sem hægt var að fá s.s. eins og í heiskap og öðru. Ekki get ég séð að það hafi gert mér eða nokkrum öðrum illt!

þvert á móti þá þroskaði þetta mann fyrr myndi ég telja. Hvað varðar "smábarnavæðinguna" þá er ég alveg sammála þér. Mín skoðun er sú, að það geti ekki verið gott að vefja börnin sín í bómull og þar af leiðandi fá þau ekki að reka sig neitt á sjálf..!

Hvað akstur ökutækja varðar, þá hlýtur það að vera persónubundið, hvaða barni maður einfaldlega treystir. Börnin eru misjöfn eins og við hin, og við finnum það yfirleitt fljótt út hvað barnið er megnugt um. Ég er þó alls ekki að segja, að barn eigi að fá leifi til að keyra um í umferð þéttbýlisins.

Ef við skoðuðum Stokkseyri þar sem þetta atvik átti sér stað, þá sjáum við það nú fljótt að þetta er hálfgerð sveit. Þarna eru stór opin svæði líkt og í sveitinni. Það er kannski þessvegna sem foreldrar á þessum stað hafa leift börnunum sínum eitthvað meira en foreldrar barna t.d. í Reykjavík.. hver veit. Ég ætla ekki að dæma um eitthvað sem ég veit ekki. En ég allavegana veit það eitt.. að það er gegnum gangandi í sveitum og út á landi að foreldrar eru með börnum sínum í allskonar iðju sem tengist krossurum, fjórhjólum og þessháttar tækjum. Margir líta á þetta sem forvarnarstarf sem ætti nú að vera af hinu góða ekki satt..

Guðný Lára, 19.2.2008 kl. 08:53

46 identicon

Guðmundur: Hér eru litlir krakkar á krossurum og hjálmlausir á ferpinni stanslaust fram og til baka allan sólarhringinn á 60-90 km hraða og búið að vera þannig síðan við fluttum hingað.

Sorry, ég spyr bara. Ef þetta er raunin, þá finnst mér að það er greinilegt að það sem fólk hefur verið að segja hérna, er að krakkar sem eru ekki nógu gömul, eiga ekki að vera að keyra á svona hjólum!! Punktur!

Það er ástæða fyrir því að maður fær bílprófið þegar maður er orðinn 17 ára, en ekki þegar maður er 14 eða 15 ára! Þessi tæki komast hratt, og það eru ekki allir foreldrar að fylgjast með börnunum sinum 24/7 þótt þau taki ábyrgðina. Þótt það séu foreldrar sem eru að þessu með börnunum þá er ekkert svo langt síðan ég var unglingur og ég man alveg að mér fannst ég svo fullorðin og fær um að gera allt í heiminum, þótt ég veit að ég var alls ekki fær um það þegar ég lít til baka! Og það er ekkert öðruvisi með aðra unglinga! Þeir stelast á hjólin og keyra um á 60-90 km hraða (eins og Guðmundur segir) hjálmlaus í hálkunni! Þetta segir sig bara sjálft!

Ég á frænda sem slasaðist MJÖG mikið á svona krossara, þegar hann stalst á honum í umferðina 14 ára að aldri og mér finnst bara að fólk eigi að passa sig aðeins á þessu! Fólk vill aldrei sjá neitt svona fyrr en eitthvað slæmt kemur fyrir börnin þeirra!

Hann var með allan hlífðarbúnar réttan og var ekki að keyra hratt, það var annar bíll sem fór á hann. Þá spyr maður sig, hefði hann átt að vera einn að hjóla? NEI!!

Það að keyra um á krossara á 60-90 km hraða er EKKI það sama og að hossast á traktor út á túni.

Lida (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 10:30

47 identicon

Þegar ég var í sveit um 11 ára aldurinn, þá var eimitt fjórhjól á bænum sem við krakkarnir máttum alveg leika okkur á, þar lærði ég lika á traktor.. allt í góðu með það, en þegar ég var 15 ára stalst ég í bílinn hennar ömmu minnar og fór á rúntinn um Reykjavík, og ég er alveg viss um að sveitabröltið mitt hafi verið mun hættuminna en Reykjavíkur túrinn

Sunna (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 18:06

48 identicon

æjj váa haltu kjafti og hættu að skipta þér af þessu sem þér kemur ekkert við !!!

gulli (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:39

49 Smámynd: Guðný Lára

gulli.... Ertu að meina þetta til mín?  þá er ég hissa þar sem mér finnst þetta alveg koma mér við!

Guðný Lára, 19.2.2008 kl. 20:38

50 identicon

Auðvitað á að koma upp svæði þar sem börn geta farið á fjórhjól undir handleiðslu fullorðinnna. Það á að koma upp fullt af svoleiðis svæðum þar sem krakkar geta lært að umgangast hjólin með virðingu. Á svona brautum gilda nefninlega reglur sem fólk þarf að híða. Það hefur sýnt sig erlendis að krakkar sem æfa aksturíþróttir fara sér síður að voða fyrir utan brautirnar auk þess sem þau læra betur á ökutækin sem þau eru á. Allt þetta hjálpar til við að halda krökkum frá alvarlegum slysum í umferðinni og frá því að slasa aðra.

Það ætti að setja upp alskonar ökubrautir þar sem fólk getur tekið hjólin sín eða bílana sína og leikið sér aðeins á þessum tækum, lært á þau án þess að skapa hættu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:33

51 Smámynd: Guðný Lára

Bjöggi... mér finnst þetta vel orðað hjá þér og er alveg hjartanlega sammála þér! Það hlýtur að vera eins með þetta og annað.. æfingin skapar meistarann!

ég lærði að keyra mjög ung; traktora, bíla, fjórhjól, vélsleða... osfrv..  En ég þori ekki fyrir mitt litla líf að segja hér hversu ung ég var.. þá fyrst verða foreldrar mínir teknir fyrir af sumum hérna... En ég reyndar var þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í sveit og þar var allt mun frjálsara en í þéttbýlinu!

ég get fullyrt það, að það gerði mér ekkert nema gott að fá að æfa mig ung.. og þróa aksturhæfileika mína sem er bara mjög góðir í dag!!

Guðný Lára, 19.2.2008 kl. 23:03

52 identicon

Svar til Lidu
Ég er bara að segja að þessir krakkar ættu að fara sér hægar, foreldrarnir að kaupa kraftminni tæki fyrir þau, það er auðvelt að stýra því. Og foreldrar hér flestir ættu að fara að líta í eigin barm með þetta ástand, eru þetta ekki lögbrjótar sem ætti að skrifa um í fjölmiðlum rétt eins og bróðir minn?
24/7 gæsla er kannski ekki raunhæf það er satt, en hvernig væri þá bara smávegins gæsla og eftirlit, það virðist ekki vera neitt eftirlit með hinum krökkunum hér og hvað? Það er enginn að væla yfir því!!
Varðandi bílprófsaldurinn þá kann ég svo sem ekki að meta nákvæmlega hvort eigi að hækka hann eða lækka.  En mér fyndist allt í lagi og í raun nauðsynlegt að til væru lokaðar brautir og svæði þar sem krakkar allt niður í fjórtán ára t.d gætu sest inn í bíl og prufað, jafnvel prufað að keyra á eikvað og slíkt. Skynja öflin sem eru í gangi þegar bíl er stjórnað. Þetta er til dæmis það sem sveitakrakkar hafi alist upp við og eru oftar en ekki betur undirbúnir en aðrir krakkar í umferðina, heldur en þeir sem sitja heima í playstation fram að bílprófinu sjálfu. Taka svo bílalán fyrir 300 hestafla bíl og byrja að leika sér í umferðinni. Svo eru settar hraðatakmarkanir í stærri bíla og hjá meiraprófsbílstjórum sem eru yfirleitt þjálfuðustu bílstjórarnir.

Guðmundur (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:33

53 identicon

Já og heyr heyr Bjöggi,
þetta er einmitt eitt aðalpointið

Guðmundur (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband