Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hvernig væri að hafa heimildirnar réttar????!

Jahérna nú get ég ekki annað en látið aðeins í mér heyra!!!!

Málið lítur allt örðuvísi út heldur en kemur fram í þessari frétt! Strákurinn sem umræðir er í fyrsta lagi að verða 13 ára. Manneskjan sem tilkynnti þetta á við einhver alvarleg vandræði að stríða þar sem hún elti strákinn á fullri ferð á bílnum sínum, hann varð hræddur og beygði snögglega í burtu og þar lá við slysi þar sem hjólið næstum valt í kjölfar þessa!!!

Eins var ég að tala í símann inn á heimili stráksins þegar bjallan dinglar. Móðir drengsins fór til dyra og ég heyrði allt sem fram fór þeirra á milli!

Manneskjan byrjaði að garga strax þegar dyrnar opnast og var mjög dónaleg! Móðir drengsins hafði aldrei séð þessa dónalegu og reiðu manneskju áður og átti erfitt með að svara henni þar sem hún fékk einfaldlega ekki að komast að. Yngri strákurinn á heimilinu kemur svo fram í útidyrnar því hann heyrir að það eru einhver mikil læti þarna í gangi.. Hann er 9 ára. Bandóða manneskjan fer að öskra að honum og segir:"svo er þessi alltaf á skellinöðru hérna, hann er alveg kolvitlaus!!"

Móðir drengsins hafði verið róleg fram að þessu en hækkar róminn þegar þarna var komið við sögu og segir: "ég get sagt þér það strax að þessi drengur hefur aldrei komið nálægt svona tækjum og er hræddur við þau, fyrir utan að hann er búinn að vera hér inni í allan dag.! Eins reyndi móðir drengsins að koma því að, að það væri fleiri á svæðinu sem væru á svona tækjum og hún vissi um eina skellinöðru í hverfinu, en sá strákur væri nú líklega kominn með próf á það!!

Þessi bandóða dónalega manneskja hlustaði ekkert á þetta og gargaði að móðir drengsis gæti greinilega ekkert hamið syni sína og því myndi hún kalla til barnaverndarnefnd! Manneskjan sagði einnig að hún væri búin að tala við lögregluna en þeir vildu lítið gera.

Um kvöldið koma lögreglan inn á heimilið og ræddi við foreldrana en þó aðallega drenginn sem er að verða 13 ára. Þetta fór allt friðsamlega fram í góðu yfirlæti. Drengurinn sá eftir gjörðum sínum og sagðist ekki ætla að fara svo illa að ráði sínu aftur.  Málið var að hann hafði stolist á fjórhjólinu... en lenti svo í þessari snarvitlausu manneskju sem reyndi EINFALDLEGA að AKA HANN niður!!! OG hana nú! Rétt skal vera rétt.

Hinsvegar mætti alveg íhuga að koma á legg svæði þar sem börn og unglingar gætu átt góðann dag með foreldrum eða forráðamönnum sínum á þessum tækjum!!

Svo er mér spurn hvar og hvernig fréttamenn afla sér heimilda?? ÉG sá að vísir er líka með frétt um þetta sama mál og þar er líka farið kolvitlaust með heimildir! Er enginn metnaður hjá fréttamönnum að fara rétt með frásagnir sínar?? Maður veltir líka fyrir sér í framhaldinu hvað sé mikið til í þeim fréttum sem maður les eða heyrir....
mbl.is 10 ára drengur á fjórhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband