Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

pay it forward....!! :)

Pay it forward

Fyrstu 5 sem skrá sig í kommentunum hér við bloggið og segjast taka þátt fá sent til sín eitthvað handgert af mér. Þessi hlutur mun berast ykkur áður en árinu 2008 líkur. Í staðinn setur þú þetta á þitt blogg og færð 5 nöfn og gefur þeim eitthvað eftir þig. Ef þú hefur áhuga skráðu þig þá! Skildu eftir komment og hafðu netfangið þitt með ef ég veit það ekki. Ég hef svo samband og bý eitthvað til bara handa þér.

Vinkona Lindu Daða þýddi þennan text hér fyrir neðan ef þið viljið lesa hann frekar.

The first five of you that leave a comment here on this post requesting to participate will receive a handmade item from me. I will send it to you sometime this year In return, you will have to post in your blog that you are taking five names and you will gift those people in return. Interested?? Then leave a comment with your e-mail addy and I will contact you short

Annað: Ekki er skilyrði að stunda handavinnu né halda þessum keðjuleik áfram svo að ef það er einhver sem ætlar sér ekki að setja þetta á bloggið sitt (eða er ekki með blogg) né gefa öðrum 5 gjafir þá er það allt í fína lagi.  En ég mun búa til eitthvað handa þeim 5 fyrstu sem skrá sig.


Seint blogga sumir en blogga þó...

Jæja... Mikið er ég ódugleg þessa dagana við að blogga! Ég held það hljóti að segja fólki það að ég er húð löt... eða það er allt of mikið að gera hjá mér.. hehe

Annars er allt það besta að frétta úr Skálagerðinu. Sólin farin að vera hérna á hverjum degi og snjórinn bráðnar hratt og vel af grasinu. Ég get ekki beðið eftir því að fara að gera eitthvað hérna í garðinum mínum! Ég kvíði því nú samt líka dálítið því garðuinn er svoo GEÐBILAÐ stór sko! En ég hlýt að ráða fram úr þessu svona með sumrinu Cool

Helgin var alveg yndisleg hjá okkur fjölskildunni! Við Sædís tók okkur til á laugardag og gerðum hreingerningu í húsinu okkar. Það var mikil og góð hjálp í litlu / stóru snúllunni minni. Svo um kvöldið kíktum við Stefán í heimsók til Jokku og Bigga þar sem við spiluðum og gerðum okkur glaðann dag/kvöld/nótt... Smile Valgerður og Baldvin kíktu einmitt líka þannig að það var sko nóg að gera við að spila! Í gærdag fórum við svo með krakkana í sund út í Þelamörk! Vá hvað Alex Ernir var að elska að vera í "STÓRA BAÐINU! ... Það tók hann smá tíma að venjast þessu.. hann var pínu hræddur fyrst reyndar.. en neitaði svo að fara uppúr á endanum.. hehhe alveg typical!!

Eins og flestir vita þá er ég farin að kenna. Er umsjónarkennari í 2. bekk. Mér finnst þetta alveg ógurlega skemmtilegt starf! Það kom mér reyndar á óvart hversu skemmtilegt þetta er ef ég á að vera alveg hreinskilin! Ég verð í þessari vinnu fram á vor.. en næsta haust klára ég svo námið mitt á vettvangi í einhverjum öðrum skóla! Þá verður háskólagráðan loksins í höfn... og minns getur farið að skipuleggja hvað meira skal læra! W00t

Svo núna 7. maí erum við hjónin að fara til London í fjóra daga! Það verður fínt að skreppa aðeins af klakanum og slaka á í stórborginni.. segi ekki annað! Veit einhver um eitthvað sem maður svona VERÐUR að gera þarna... söngleiki... leikrit.. pöbbar... mall eða eitthvað?? :)

ást og friður
g....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband