Vegurinn ber ekki alla þessa umferð!

Þessi slys á suðurlandsvegi eru alveg hræðileg! Ég auðvitað vona eins og maður vonar alltaf að þetta sé minna heldur en talið sé!!

Ég fer alltaf af stað í símann og hringi hægri vinstri í fólkið mitt þegar svona fréttir koma... það er svo stór hluti ættingja minna ákkúrat á þessum slóðum...Blush

Málið er að ég bjó á Selfossi í mörg ár og keyrði þar af leiðandi oft þennan veg til Reykjavíkur. Það eru ekki nema svona 4-5 ár síðan ég bjó þarna..! Þá man ég ekki eftir svo tíðum slysum á þessum vegi. Ástæðan hlýtur augljóslega að vera aukin umferð bæði einstaklinga jafnt sem mikið af vinnuvélum sem eiga leið um þennan sama veg.

Nú heimsæki ég oft vini og ættingja suður og er yfirleitt með mikinn óhug og sting í maganum þegar ég er að keyra þarna! Maður vill vera vel á varðbergi og passar sig á öllum... En við vitum það öll að slysin gera nú yfirleitt ekki boð á undan sér og þar af leiðandi getur maður ekki passað sig og sína 100%.. hvort sem er þarna eða annarstaðar.

Ég reyndar verð að viðurkenna að ég veit ekki hvort það sé búið að ákveða að gera suðurlandsveg tvöfaldann.. en segja þessi tíðu slys þarna ekki til um hver þörfin er?????  Ég allavegana tel að þörfin sé mikil á tvöföldun á þessum vegi.. og það er bara til skammar að fólk hafi og/eða þurfi að rífast yfir því!!!
mbl.is Umferðarslys á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það verður eikkvað að fara að gerast með þennan veg! ég skil ekki af hverju vegurinn til keflavíkur var tvöfaldaður og upplýstur á undan suðurlandsveg. held að suðurlandsvegur sé mikliu miklu meira keyrður og miklu meira að vinnuvélum..!  þetta er bara til skammar!:(

Maren (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 14:37

2 identicon

Úff þessi slys eru alltaf hræðileg sama hvar í heiminum þau eru, en ég er alveg sammála það þarf að gera eitthvað róttækt í þessum vega málum á íslandi. Bjó líka á Selfossi og á ættingja á Selfossi svo ég skil þig mjög vel Guðný mín. Mitt akvæði til tvöföldunar á Suðurlandsvegi. (X tvöföldun)

Linda Rós (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 14:43

3 identicon

G.D. ég hef skoðanir á þessu öllu eins og mér einum er lagið og það er að eftir að sjófluttningar hættu þá jukust svo rosalega allir vörufluttningar um þjóðveigi landsins og vega kerfið þolir ekki alla þessa stóru bíla,sem veldur mun meiri hættu í umferðinni.

þessir bilsstjórar keyra líka eins og andskotar og oftar en ekki í símanum.

Ég er ekki að segja að þetta sé bara þeim að kenna en þetta bætir ekki umferðar menningu okkar landsmanna þar sem vega kerfi bíður ekki upp á svona þunga fluttninga og svo er allt of mikill hraði í þessu þjóðfélagi okkar

kv.Tóti Ripper

Tóti Ripper (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 14:50

4 Smámynd: Kolbeinn Kristjánsson

Eg var atvinnubílstjóri á suðvesturhorninu í 17 ár og ók oft um Hellisheiði    

og Þrengslin,hvort heldur, sem var í slæmum vetrarveðrum eða í sól og

sumri. Það var áberandi fyrstu vikur í vetri að fólk hjelt áfram að keyra eins-

og á sumardegi þó vegurinn væri glæra svell og lífshættulegur. Þetta lagast ekkert nema stjórnendur ökutækja fari að haga akstri eftir aðstæðum, sem

reyndar flestir gera.En það þarf ekki nema einn til að valda dauðaslysi.

Kolbeinn Kristjánsson, 28.11.2007 kl. 16:15

5 Smámynd: Guðný Lára

Það er alveg satt! stjórnendur ökutækja þurfa að sjálfsögðu að haga akstri eftir aðstæðum! En miðað við fjölda ökutækja á þessum vegi finnst mér vera tími til kominn að tvöfaldaveginn! Þó svo að stóru ökutækin eigi auðvitað sinn rétt á veginum þá hægja þessir bílar oft mikið á umferðinni og hinn almenni ökumaður verður pirraður og vill komast fram úr...

Styðjum tvöföldun á þessum vegi....!

Guðný Lára, 28.11.2007 kl. 16:25

6 identicon

X tvöföldun  Vona að allir séu heilir eftir þetta slys úff. Sendi góða strauma til þeirra sem eru meiddir og krossa fingur að það þurfi bara að setja plástur. Förum varlega í umferðinni ALLIR ,stórir sem smáir.

Linda Rós (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 17:09

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þetta var skelfilegt..og ekki þægilegt að vera í útvarpi og segja frá þessu. Guð huggi og varðveiti alla aðstandendur og hinn bílstjórann einnig og hans fólk...

Guðni Már Henningsson, 29.11.2007 kl. 13:33

8 Smámynd: Guðný Lára

Já ég skil það Guðni, á svona augnablikum hlýtur að vera óþægilegt að vinna í útvarpinu!

Ég hugsa til og fólksins og aðstandenda þeirra sem lentu í slysinu í gær og sendi hug heilar kveðjur.

Guðný Lára, 29.11.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband