Er hægt að skilgreina hamingju?

happyanimEr hægt að skilgreina hamingju? Ég hefði haldið að hamingja væri alveg óskaplega einstaklingsbundið fyrirbæri. Það sem gleður einn getur sært annan..!

En ef við ákveðum að skilgreina ekki hamingju og skoðum þessa litlu frétt um hversu hamingjusamir íslendingar eru, ætti það eitthvað að koma okkur á óvart..? 

Ég myndi segja að hamingjan sé mjög vanmetin hér á Íslandi... Fólk áttar sig ekki á hvað það hefur það gott, miðað við raddir sem ég hef heyrt vegna þessarar fréttar! Það sem við íslendingar túlkum sem óhamingju er jafnvel bara hlægilegt í augum fólks út í hinum stóra heimi, fólki finnst við sjálfselsk og grunnhyggin að sjá ekki heiminn í víðara samhengi.

Ég hef ferðast töluvert um heiminn ásamt því að fylgjast ágætlega vel með öllum heimsins málum. Á ferðalögum hið ytra lærir maður að virða okkar yndislega Ísland og áttar sig á því hvað við eigum það gott hérna heima. Þó svo að ferðalög séu bæði skemmtileg og fræðandi þá er tilfinningin alltaf best þegar maður kemur út í óútreiknanlegt íslenskt veðrið á Leifsstöð og heldur heim á leið. Stoppar kannski í sjoppu og kaupir snarl og ískalda kókómjólk glaður eftir vel heppnað æfintýri einhverstaðar úti í heimi.


En því miður lifir eymd og volæði hér líkt og annarstaðar, en að mínu mati er það í minni mæli hér heldur en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Við ættum kannski að reyna að hafa það í huga og leggja í vana okkar að gleðjast yfir því hvað við eigum það gott!

Ég hef svo oft velt því fyrir mér hversu heppin ég er að hafa fæðst sem íslendingur. Fá að anda að mér íslenska loftinu, drekka íslenska vatnið, borða íslenskan mat og fá öll þau frábæru tækifæri sem ísland getur boðið mér upp á. Hér hef ég allt sem gerir mig hamingjusama og það hlýtur bara að ganga yfir fleiri heldur en bara mig.

Á ferðalögum hið ytra finnst fólki einnig oft mjög merkilegt að hitta mig íslendinginn... T.d. á ferðalagi um Kanada og Bandaríkin í sumar lenti ég ansi oft í því að fólk varð alveg óskaplega áhugasamt um mig og okkar fallega Ísland þegar það heyrði hvaðan ég væri. Fólk hélt að við þekktumst öll sem eitt það hlyti bara að vera því við værum svo fá. Eins hlytum við bara að vera alveg óskaplega sérstakur þjóðflokkur sem byggi svona á einni eyju en þekktumst kannski alls ekki öll Smile  Og ég tala nú ekki um þegar talað var um vatnið, hreinaloftið og sakleysið sem býr sem betur fer enn meðal okkar!!!

En ég segi íslenskt játakk!!!
og held áfram að vera glöð yfir því að vera íslensk InLove



mbl.is Hamingja á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó já ég er allavega ánægð með að vera íslendingur og stolt af því

Linda Rós (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 13:47

2 identicon

úff ég líka..! maður finnur alltaf hvað maður er alveg svakalega heppinn þegar maður horfir þætti í sjónvarpinu, eða jafnvel bara fréttirnar um allar þessar hörmungar útí heimi.. maður bara grætur stundum yfir þessu sjónvarpsefni.!

Maren (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband