Já nú förum við fjölskyldan að flytja burt!

Allt þetta klúður sem hefur átt sér stað er gjörsamlega að eyðileggja fyrir okkur "venjulega" fólkinu! Það vekur mikla reiði innra með manni að "æðra" fólkið eða fyrrverandi milljónarmæringar Íslands hafa það engu að síður ágætt og geta reddað sínum málum! Við hin aftur á móti þurfum að vinna upp þeirra tap! Er það sanngjarnt?

 Þetta er svo sorglegt fyrir okkar fallega og góða Ísland. Nú veit ég fyrir víst að margir í kringum mig eru farinir að horfa út fyrir landsteinana eftir vinnu og nýju lífi, ég er þar engin undantekning! Mér finnst nóg að borga mínar skuldir!!! og hana nú!

 


mbl.is Vaxtahækkun vegna IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki til neitt sem er sanngjarnt,vona ekki að allir fari að flýja landið þótt það sé erfitt núna. Kanski fólk lærir að meta hvað það hefur að gott og finnur hvað sem skiptir það mestu máli.

persóna (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Guðný Lára

Já það er annaðhvort að vera hlýðinn þegn og gangast við þessum "mistöku" sem átt hafa sér stað hér á Íslandi og borga margar milljónir í sekt.. þó svo ég hafi ekki átt neinn þátt í að ákveða þessi "mistök"... Eða horfa eftir nýrri byrjun á öðrum stað..

 Ef þetta er ekki tíminn þá veit ég ekki hvað!

Guðný Lára, 28.10.2008 kl. 12:39

3 identicon

Ja það eru ekki margir staðir í boði.... Þetta er alheimskreppa, og ástæðan fyrir því að við finnum mest fyrir henni er sú að við erum lítið hagkerfi sem hafði alltof stóra banka og minnsta gjaldmiðil í heimi, þannig að það hefði ekki átt að koma á óvart að við fengjum fyrsta skellinn.

Næstu mánuði mun verða uppsagnarhrina um allan heim. Ég get lofað ykkur því. Afhverju veit ég það? Hvað gerir það að verkum að ég viti það?
Sjáið til, þegar Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Kína og Indland eru farin að tala um hugsanleg gjaldþrot hér og þar í samfélagnum, bæði banka og stórra fyrirtækja, þá verður það til þess að atvinnuleysi eykst. Fólk hefur þá minna milli handanna og það veldur rýrnun í kaupmætti þeirra. Það smitar út í "commercial industry" eða verslunargeirann. Verslanir panta minna af vörum, og veldur því að minna verður að gera hjá fyrirtækjum þannig að þau þurfa að segja upp fólki. Sum þessara fyrirtækja fara á hausinn og hætta því að vera tekjulind fyrir ríkissjóð viðkomandi lands. Það veldur því að ríkissjóður þarf að hagræða í útgjöldum og jafnvel segja upp fólki.

Við erum heppinn að búa á Íslandi. Afhverju segji ég það? Að á þessu veðravíti sé gott að búa á? Haa, er ég orðin snarruglaður, hér allt að niðurleið og allir að missa vinnuna. Eða hvað? Einn kosturinn við Ísland er að hér búa fáir og framleiðsla á hvern íbúa er hlutfallslega sú hæsta í heimi. Auk þess eigum við, þrátt fyrir skakkaföllin, einhverja þá öflugustu lífeyrðissjóði sem um getur. Það að við séum fá gerir það að verkum að hagkerfi okkar er agnarsmátt. Því er alþjóðlegt fárviðri fyrst að ná landi hér og ekki hjálpar stærð bankanna fyrir. Það veldur því að hér verður algjörlegt hrun, bankar falla eins og spilaborgir. Gengið lækkar allt í einu (á tveimur dögum) erum við komin úr þokkalegu ástandi ofan í svaðið. En þar sem við erum lítið land og einstaklega fá er hagkerfi okkar mun mun mun hraðar að ná sér en ef það væri t.d. jafn stórt og hagkerfi Þýskalands. Það þarf engum að koma á óvart að þeir eru ekki í sömu stöðu og við enda eru þeir búnir að moka peningum í miljónum evra tali inn í hagkerfi sitt til þess að bjarga því. Sama á um við Bretland, Frakkland, Bandaríkin, Kína, Rússland, Svíþjóð, Ítalíu, Spán...en eiga þeir endalausa peninga til að dæla inn? Svarið er nei!. Hvað gera þessi lönd þegar varasjóðir þeirra eru tómir? KAPÚT. RIP, sömu örlög og á Íslandi.  Bara mikið stærri, sársaukafyllri og mikið mikið erfiðari. 

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Guðný Lára

já ég veit svei mér þá ekki hvað er best að gera! gera kannski eins og einn bloggarinn sagði.. hætta að borga af öllu, láta ríkið hirða allt.. og vera rík þar sem ég á ekkert... ?

Guðný Lára, 28.10.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Sveinn Sigurður Kjartansson

Heyr heyr Jóhann.  Sprungin útrásarbólan er fylgifiskur alheimsvanda.  Klárlega hefði maður viljað sjá önnur viðbrögð og fyrirbyggjandi aðgerðir og því miður stóðu menn ekki undir því, hvorki bankarnir né eftirlitsstofnanir eða ríkisstjórnin.  Ástandið gæti verið mun betra hér ef menn hefðu unnið sína vinnu.  En eins og Jóhann segir þá eru því miður miklar líkur á því að við sjáum mun verra ástand um heim allan á næstu mánuðum og verður þá mikill kostur að vera á Íslandi.

Sveinn Sigurður Kjartansson, 28.10.2008 kl. 13:20

6 Smámynd: Sveinn Sigurður Kjartansson

... herða sultarólina, velta hverri krónu, borga reikningana og umfram allt halda í eignir eins lengi og þú getur því ástandið mun batna eftir x langan tíma.  Það eru nú þegar veittar ýmsar undanþágur vegna ástandsins til handa þeim sem eru á heljarþröm til að viðkomandi geti haldið sínum eignum svo það er hálmstrá sem skal halda í sem lengst.  Alls ekki líta á gjaldþrot sem lausn á vanda.  Gjaldþrot er líka vandamál en bara annars eðlis, í raun þvinguð staða þegar allt annað þrýtur.

Sveinn Sigurður Kjartansson, 28.10.2008 kl. 13:27

7 identicon

Það er mikið rétt að margir munu huga að flótta frá gamla góða Íslandi á næstunni enda munu trúlega margir lenda í miklum fjárhagsvanda.  Ég er sammála því að ef við getum mögulega er besta tryggingin að hanga á fasteignum okkar svo lengi sem við getum, en hjá mörgum gæti komið að því að ekki verði hægt að borga af lánum og við tökum auðvitað frammyfir allt að fæða fjölskylduna, ekki satt?  Ef stjórnvöld halda áfram á sömu nótum og hingað til þá sé ég ekkert frammundan nema ragnarrök á Íslandi....Hvað gera menn ef stór prósenta landsmanna missir húsnæðið eða hreinlega skilar lyklunum til bankanna....YFIRVALDA?????????  Ég hef áhyggjur þó ég sé ekki illa stödd miðað við margt af unga fólkinu í landinu...en við verðum líka að vera bjartsýn......Aftur á móti er ég eins og margir mjög reið út í stjórnvöld og finnst þeir oft á undanförnum vikum hreinlega hafa verið að skrökva að okkur...ef svo er, er ekki kræsilegt að búa hér áfram í landi sem á að heita lýðræðisríki en örfáir einstaklingar hafa í raun stjórnað eins og einræðisherrar um ófá árin. 

María Svava (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:33

8 Smámynd: Guðný Lára

Já ég er svo sem ekkert illa stödd heldur.. allavegana ekki enn. Hver veit hvað gerist eftir því sem þessi heimur fer lengra inn í helvíti!

Það væri gaman að sjá erlenda óháða aðila koma og taka úttekt á þessum blessuðu vinnubrögðum undanfarinna vikna og jafnvel mánaða.. hjá fólkinu sem við eigum að trúa og treysta fyrir okkar hagsmunum!

Ég er tildæmis ekki að skilja þetta mál milli seðlabankans og Björgúlfs.. Hver er að segja satt þar? Eigum við hin bara að sitja aðgerðalaus, hrista hausinn og segja þetta lagast?

Guðný Lára, 28.10.2008 kl. 14:54

9 Smámynd: María Svava Andrésdóttir

Akkurat...það skilja fáir hvaðan á þá stendur veðrið.  Mér finnst líka alveg fáránlegt hvernig þessir háu herrar geta blaðrað og bullað um að við snúum bökum saman, stöndum nú saman og hugsum um fjölskylduna okkar...eins og við séum ekki að gera það hvort sem vel eða illa árar....eða eigum við bara að gera það þegar þeir missa allt niður um sig og geta ekki girt sig almennilega aftur?  Steypa okkur í svarthol, glotta svo út í annað og finnst við alveg geta borið skaðann af því við eigum ÖLL sök á þessu!!!  Mér var send hugleiðing konu í dag sem ég læt fylgja með því hún er eins og kóperuð út úr mínu hjarta:

Hvern fjandann er fólkið að meina?
Starfs míns vegna neyðist ég til að lesa kreppufréttir daginn út og
daginn inn. Auðvitað finnst mér þetta alveg hræðilegt og allt það
en  það er eitt sem ég skil ekki. Flestir tala um að nú sé kominn
tími til að sinna börnunum sínum, fjölskyldu og vinum. Hvað í
andskotanum  heldur þetta fólk að íslenskur almenningur hafi haft fyrir stafni?
Skyldi það ætla að við höfum verið viti okkar fjær og stigið trylltan
dans í kringum gullkálfinn á meðan börnin okkar, vinir og ættingjar lágu óbættir hjá garði? Umkomulausir og einmana þar sem enginn hafði nokkurn tíma fyrir þá?

Ég sjálf og allir sem ég þekki hafa nú verið uppteknir af því að
vinna fyrir sér, að vísu ekki að vinna fyrir bankastjóralaunum
heldur bara svona til að eiga fyrir salti í grautinn. Þessi sauðsvarti almúgi sem ég þekki hefur bara hugsað vel um börnin sín, takk fyrir. Hringt í vini og ættingja og heimsótt þá jafnvel ef sérlega vel hefur legið á fólki.
Mér finnst þessi umræða gjörsamlega fáránleg. Það er verið að
slá ryki í augun á okkur með því að við getum nú gert svo margt
gott og  nytsamlegt þótt búið sé að ræna okkur aleigunni og marga starfinu. Nú þakkar maður fyrir það helst að hafa þó vinnu. Það er verið að koma inn hjá okkur samviskubiti, að við höfum nú ekki hugsað sem best um þá  sem næst okkur standa. Nú þegar við erum orðin atvinnulaus og blönk getum  við allavega gefið okkur tíma að sinna börnunum í stað þess að æsa okkur yfir því að það sé búið að svipta okkur aleigunni og  atvinnunni
Við eigum nefnilega ekkert að vera að velta okkur upp úr því hver sé
ástæðan fyrir þessum hremmingum, við erum hvort eð er svo vitlaus að
við munum aldrei geta skilið að þetta var eiginlega alveg óvart og
mönnum í útlöndum að kenna. Hvað er svo sem að marka einhverja
aumingja sem eiga ekki einu sinni part í þyrlu?

Ég fyrir mína parta ætla að halda áfram að sinna börnunum mínum,
ættingjum og vinum. En ég ætla líka að vera reið, alveg fjúkandi
vond, og ekki hætta fyrr en ég hef fengið svör við því hvernig í
andskotanum allt gat farið hér til helvítis á einni nóttu.

Afsakið orðbragðið.
Kona

Svoooo innilega sammála þessari konu...hver láir okkur þó við séum reið, vonsvikin og skiljum ekki hvað snýr upp eða niður, hver lýgur og hver segir satt?

kv. Mæja

María Svava Andrésdóttir, 28.10.2008 kl. 16:31

10 Smámynd: Guðný Lára

vá hvað þetta er vel orðuð hugleiðing!!

Guðný Lára, 28.10.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband