svikarar

Einhverntíman hef ég bloggað áður um LÍN... þeir virðast komast upp með allt þarna hjá þessari stofunun.. alveg ótrúlegt!

ÉG ræð fólki frá að eiga nokkur viðskipti við þá nema ef allt annað bregst.. þeir koma aftan að þér að lokum og láta við þig eins og þú sért glæpon.... bara glatað!

Allavegana lenti ég í því!


mbl.is Háskólanám forréttindi ríkra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lín er snilld, þetta er ókeypis lán með mjög sveigjanlegum endurgreiðslum. Ég skil ekki hvernig fólk getur fengið það af sér að væla eins og þessi kauði.

Blahh (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 15:31

2 identicon

LÍN er ekki ókeypis lán, en vaxtaprósentan er það lág að má segja að þú borgir ekkert aukalega.

Hrafn (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 17:08

3 Smámynd: Guðný Lára

auðvitað er snilld að geta fengið lán á þessum kjörum, ég er ekki að segja það!

hitt er að þeir hjá Lín hafa ekki komið vel fram við marga aðila nú eftir að kreppan skall á. Fólk eins og ég veit að það er að stofna sér í skuldir með að taka námslán, skuldir sem maður er að borga meiri hlutann af lífinu!

Það eru allskonar reglur og lög hvað varðar þessi lín-lán. Eftir að kreppan skall á nýttu þeir sér það í botn, sama þó búið væri að segja hitt eða þetta..!

Semsagt ég átti að byrja að borga af láninu mínu þó ég væri enn í skólanum og þeir högguðust ekki frá því! Vegna þess að ég eignaðist fatlað barn á meðan ég var í námi og missti úr ár vegna þess þá túlka þeir svo að ég hafi hætt námi, sama þó ég byrjaði afur eftir það ár og er útskrifuð í dag.

ÉG kærði þennan úrskurð því ég var engin borgunarmanneskja á meðan ég var í skólanum.. En allt kom fyrir ekki og þetta stóð svona.

Svo benti mér einhver á að ég ætti rétt á að sækja um undanþágu vegna fyrsta gjalddaga því ég hefði verið í námi. ÉG reyndi það og þá kom í ljós að það var ekki hægt því ég hafði unnið hálft ár og verið í skóla hálft ár... og var atvinnulaus yfir sumarið en taldi mig ekki þurfa að sækja um atvinnuleysisbætur þennan stutta tíma...

Þar sem ég sótti ekki um atvinnuleysisbætur þá átti ég ekki rétt á undanþágu frá borgun.. Sem segir mér að ég hefði frekar átt að blóðmjólka ríkið frekar en að standa á eigin fótum... Auðvitað er ég REIÐ...

En svona lesning segir auðvitað ekki alla söguna... þetta voru margir mánuðir í e-mail sendingum og símtölum.. og starfsmennirnir hreinlega lugu að manni trekk í trekk.. eða vissu ekki hvað þeir ættu að segja!

Guðný Lára, 10.9.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband