Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

mótmælin: veikja enn meira þennan nýja meirihluta!?!

Já ég held það bara! Fólk er óánægt með hvernig þessir menn geta gert það sem þeim sýnist.. Burt séð frá hvað almenningur vill!! Þetta er skrípaleikur sem hinn almenniborgari skilur alls ekki. Valdagræðgi og ófagleg vinnubrögð!!

Það eina sem hinn almenni borgari hefur í sinni stöðu eru einmitt mótmæli, og mér finnst það sýna styrk og ákveðni að fólkið mætir þarna og lætur heyra í sér! þetta minnir á verkalýðsbaráttuna eins og hún var áður en ég varð til!!! Tounge

Ég þóttist skilja eitthvað í pólitík, en eftir að þetta kom upp á teninginn hristi ég bara hausinn líkt og margir aðrir. Ég bara skil ekkert í þessum leik lengur! Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér??
mbl.is Hávær mótmæli í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já lífið er alltaf að breytast pínulítið

SkálagerðiNú eru miklar breytingar í vændum hjá fröken Guðný Láru... því nú ætlar fröken Guðný Lára að vera fröken kennari fram á vorið. Nú á ég einungis eftir vettvangsnám næsta haust í náminu, eftir það er ég orðin alvöru fröken kennari á pappírum Tounge

Ég held að það verið bara gaman að vinna sem kennari fram á vorið og ágætis reynsla fyrir loka hnykkinn í vettvangsnáminu. Ég er bara full af spenningi að byrja að vinna get ég sagt ykkur!!!!

Annars gengur allt ágætlega hér í nýja húsinu okkar í Skálagerði. Við fórum út í smá breytingar sem hafa svo undið upp á sig en þetta fer að verða búið! Við máluðum einn stórann vegg, settum nýja klósettinnréttingu á annað klósettið og skiptum um eldhúsbekkina í eldhúsinnréttingunni! þetta verður alveg afskaplega flott þegar búið er! En á meðan þetta er að ganga yfir er ansi mikið drasl og dót sem þarf að bíða eftir að fá einhvern stað til að vera á til frambúðar. Sumt er meira að segja enn í kössum og pokum úffs....  En það kemur vonandi að því að hægt sé að halda smá house-warming party Whistling

En vinum og ættingjum er að sjálfsögðu velkomið að kíkja hvenær sem er á okkur og nýju villuna!!

over and out g..


Myndin sýnir nú annað hahaha :)

hehehhe... Þeir hjá mbl.is hefðu nú mátt setja einhverja aðra mynd með fréttinni... Myndin er nú ekki að undirstrika á neinn hátt þessa frétt.. LoL   Hefði verið gaman að sjá fannfergið segi ekki annað!
mbl.is Mikið fannfergi í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutt í nýja húsið mitt!!

SkálagerðiÉg er flutt... Við erum búin að kaupa okkur einbýlishús... Vá vitið ég er enn að átta mig á því að þetta sé satt!! Ég sit í nýja eldhúsinu mínu og finnst ég vera í heimsókn hjá einhverjum. furðulegt!

Húsið okkar er risastór, með bílskúr og stórum garð.. og það sem er best af öllu...það er ALLT á einni hæð. Nú getur elsku Alex Ernir minn ferðast um á hjólastólnum sínum eða skríðandi um allt hús! Nú þarf hann ekki að bíða uppi meðan allir hinir hlaupa niður að skoða eitthvað!

Vitið þetta er bara alveg yfirmátaæðislegafrábært!!! Happy

Viðtal við Dr. Phil

http://www.youtube.com/watch?v=69PKod6T5Go

fyrir obboðslega áhugasama einstaklinga um Britney.... Smile Þetta er viðtal við Dr. Phil eftir öll ósköpin sem dundu á núna í byrjun janúar á heimili hennar!


mbl.is Dr. Phil hættir við þátt um Britney
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að skilgreina hamingju?

happyanimEr hægt að skilgreina hamingju? Ég hefði haldið að hamingja væri alveg óskaplega einstaklingsbundið fyrirbæri. Það sem gleður einn getur sært annan..!

En ef við ákveðum að skilgreina ekki hamingju og skoðum þessa litlu frétt um hversu hamingjusamir íslendingar eru, ætti það eitthvað að koma okkur á óvart..? 

Ég myndi segja að hamingjan sé mjög vanmetin hér á Íslandi... Fólk áttar sig ekki á hvað það hefur það gott, miðað við raddir sem ég hef heyrt vegna þessarar fréttar! Það sem við íslendingar túlkum sem óhamingju er jafnvel bara hlægilegt í augum fólks út í hinum stóra heimi, fólki finnst við sjálfselsk og grunnhyggin að sjá ekki heiminn í víðara samhengi.

Ég hef ferðast töluvert um heiminn ásamt því að fylgjast ágætlega vel með öllum heimsins málum. Á ferðalögum hið ytra lærir maður að virða okkar yndislega Ísland og áttar sig á því hvað við eigum það gott hérna heima. Þó svo að ferðalög séu bæði skemmtileg og fræðandi þá er tilfinningin alltaf best þegar maður kemur út í óútreiknanlegt íslenskt veðrið á Leifsstöð og heldur heim á leið. Stoppar kannski í sjoppu og kaupir snarl og ískalda kókómjólk glaður eftir vel heppnað æfintýri einhverstaðar úti í heimi.


En því miður lifir eymd og volæði hér líkt og annarstaðar, en að mínu mati er það í minni mæli hér heldur en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Við ættum kannski að reyna að hafa það í huga og leggja í vana okkar að gleðjast yfir því hvað við eigum það gott!

Ég hef svo oft velt því fyrir mér hversu heppin ég er að hafa fæðst sem íslendingur. Fá að anda að mér íslenska loftinu, drekka íslenska vatnið, borða íslenskan mat og fá öll þau frábæru tækifæri sem ísland getur boðið mér upp á. Hér hef ég allt sem gerir mig hamingjusama og það hlýtur bara að ganga yfir fleiri heldur en bara mig.

Á ferðalögum hið ytra finnst fólki einnig oft mjög merkilegt að hitta mig íslendinginn... T.d. á ferðalagi um Kanada og Bandaríkin í sumar lenti ég ansi oft í því að fólk varð alveg óskaplega áhugasamt um mig og okkar fallega Ísland þegar það heyrði hvaðan ég væri. Fólk hélt að við þekktumst öll sem eitt það hlyti bara að vera því við værum svo fá. Eins hlytum við bara að vera alveg óskaplega sérstakur þjóðflokkur sem byggi svona á einni eyju en þekktumst kannski alls ekki öll Smile  Og ég tala nú ekki um þegar talað var um vatnið, hreinaloftið og sakleysið sem býr sem betur fer enn meðal okkar!!!

En ég segi íslenskt játakk!!!
og held áfram að vera glöð yfir því að vera íslensk InLove



mbl.is Hamingja á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband