Færsluflokkur: Menntun og skóli
Það var mikið að þeir ætla að gera eitthvað í þessu! :)
26.11.2007 | 20:34
Kennaranámið
Það er mjög sniðugt að bæta námið og jafnframt lengja það. En ef svo ber undir þá þarf vel að ígrunda laun þeirra sem útskrifast sem kennarar í kjölfarið! Kjör kennara í núverandi mynd eru svooo fjarstæðukennd miðað við það nám sem býr að baki! Og ég tala nú ekki um að kennaranemar stefna sér í jafn miklar skuldir á námstímanum líkt og aðrir háskólanemar!
Samræmduprófin
Þessi próf eiga að vera mælitæki fyrir Íslenskstjórnvöld og grunnskóla landsins. Það sem þykir þó sorglegt er að þetta virðist oftar en ekki vera einhverskonar mælikvarði á hvaða skóli sé bestur á landsvísu og jafnvel hvaða kennarar skara fram úr. Börnin sem eiga að þreyta þessi samræmdupróf eru oftar en ekki beðin um eða ráðlagt að fara ekki í próf af kennurum sínum vegna þess að þau eru slök í einhverri námsgrein.
"Siggi er beðinn um að sleppa stærðfræðiprófinu því hann veit hvort eð er að hann nái ekki góðum árangri, betra sé að taka frekar stærðfræðina bara upp í núlláfanga í framhaldsskólanum"
Fyrir utan þetta þá er fáranlegt að telja þessi próf í núverandi mynd marktæk! Börn eru misjöfn alveg eins og við fullorðnafólkið. Sumir eru lesblindir, aðrir bara hreinlega betri í verklegum greinum og þannig má halda áfram! Einnig er fáranlegt að sníða kennsluna algerlega eftir því hvað samræmduprófunum er ætlað að mæla, því þannig getur dýrmætur tími við kennslu tapast. Kennslan verður einhæf og miðar útfrá því að nemendur kunni vissa þætti á meðan aðrir þættir gleymst eða eru geymdir...
Því er fáránlegt að niðurstöður þessara prófa séu notaðar sem helsti mælikvarðinn, bæði á afköst einstakra nemanda, kennara og svo skólanna í heild, Ég er ekki hlynnt þeirri framkvæmd, að mælingar stjórnvalda á því hvernig kerfið virkar, bitni á nemendum, og tek undir með hinum merka manni Howard Gardner þegar hann segir að kennarar eigi ekki einungis að færa nemendum innihald kennslubókanna, heldur eigi þeir að móta ákveðna gerð vitneskju og gera þær kröfur að hægt sé að yfirfæra þá vitneskju yfir á daglegt líf.
Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 27.11.2007 kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)