Færsluflokkur: Dægurmál
Mannskemmandi mannskepnur!!
22.11.2007 | 17:20
Mikið hlýtur þetta að vera erfitt! Að vera svona frægur og berskjaldaður í Ameríkunni!! Ég hef einmitt mikið velt þessu fyrir mér hvað varðar Britney Spears... Ekki það að hún sé í einhverju sérstöku uppáhaldi hjá mér, heldur frekar vegna þess að ég vorkenni henni. Það er eitt að vera frægur og eiga peninga en annað að vera frægur í Bandaríkjunum!! Það þarf ekki mikið útaf að bregða hjá þessu fólki... "papparassarnir" er þá komnir á stjá og ná einhvern veginn í ósköpunum að kippa fótunum undan þessum greyjum sem vinna við það að skemmta okkur hinum!! :)
Þessir "papparassar" eru jafnvel að búa til hinar og þessar aðstæður til þess að þetta ágætis fólk komi illa fyrir í okkar heimi!! Taka myndir á óheppilegum augnablikum og búa til æsifrétt úr engu.
Ég var einmitt að horfa á Ophru í gær og þar var Sinead O'Connor í viðtali. Hún rakti sögu sína um þunglyndi, sjálfsmorðstilraunir og fjölmiðlana... Þessir"papparassar" fundu smá smugu þar sem þessi kona var veik fyrir.. og gjörsamlega eyðilögðu hana! Sinead talaði einmitt í þessum þætti um Britney og vorkennir henni. Hún sagði að ef hún gæti ráðlagt Britney eitthvað þá ætti hún bara að flytja til sín..! :)
Mér finnst stefnan í þessum málum vera óskaplega leiðinleg. Ég sjálf er ekki mikið gefin fyrir að lesa um ófarir annarra, sérstaklega ekki fræga fólksins úti í heimi! Hvað kemur okkur við hvort Britney keyrði yfir á rauðu eða Lindsey sé fallin? Eða hver á í forræðisdeilum, hver sé á leið í fangelsi og hver svaf hjá hverjum?? Ég meina þetta alveg sérstaklega þegar fréttirnar eru neikvæðar, niðrandi og ósannar!!
Clooney segir papparassa vera glæpamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 27.11.2007 kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)