Mannskemmandi mannskepnur!!
22.11.2007 | 17:20
Mikið hlýtur þetta að vera erfitt! Að vera svona frægur og berskjaldaður í Ameríkunni!! Ég hef einmitt mikið velt þessu fyrir mér hvað varðar Britney Spears... Ekki það að hún sé í einhverju sérstöku uppáhaldi hjá mér, heldur frekar vegna þess að ég vorkenni henni. Það er eitt að vera frægur og eiga peninga en annað að vera frægur í Bandaríkjunum!! Það þarf ekki mikið útaf að bregða hjá þessu fólki... "papparassarnir" er þá komnir á stjá og ná einhvern veginn í ósköpunum að kippa fótunum undan þessum greyjum sem vinna við það að skemmta okkur hinum!! :)
Þessir "papparassar" eru jafnvel að búa til hinar og þessar aðstæður til þess að þetta ágætis fólk komi illa fyrir í okkar heimi!! Taka myndir á óheppilegum augnablikum og búa til æsifrétt úr engu.
Ég var einmitt að horfa á Ophru í gær og þar var Sinead O'Connor í viðtali. Hún rakti sögu sína um þunglyndi, sjálfsmorðstilraunir og fjölmiðlana... Þessir"papparassar" fundu smá smugu þar sem þessi kona var veik fyrir.. og gjörsamlega eyðilögðu hana! Sinead talaði einmitt í þessum þætti um Britney og vorkennir henni. Hún sagði að ef hún gæti ráðlagt Britney eitthvað þá ætti hún bara að flytja til sín..! :)
Mér finnst stefnan í þessum málum vera óskaplega leiðinleg. Ég sjálf er ekki mikið gefin fyrir að lesa um ófarir annarra, sérstaklega ekki fræga fólksins úti í heimi! Hvað kemur okkur við hvort Britney keyrði yfir á rauðu eða Lindsey sé fallin? Eða hver á í forræðisdeilum, hver sé á leið í fangelsi og hver svaf hjá hverjum?? Ég meina þetta alveg sérstaklega þegar fréttirnar eru neikvæðar, niðrandi og ósannar!!
Clooney segir papparassa vera glæpamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 27.11.2007 kl. 01:30 | Facebook
Athugasemdir
hæ hæ vona að ég sé númer eitt
kv. Tóti ripper
Tóti Ripper (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:27
Já, leiðir auðvitað firringuna í heiminum nútildags vel í ljós, þe. að einhver skuli hafa áhuga á því, að Spears hafi etv keyrt yfir á rauðu.
Annars eru US alveg fucked up land, eins og sést vel hér: http://youtube.com/watch?v=IMaMYL_shxc
Bjarki (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:31
bandaríkjamenn eru nú líka soldið töttsí:) er það ekki annars? við íslendingarnir myndum aldrei bugast undar pappazzi mönnum! neihei:) við íslendingarnir eru naglar sko!
Maren (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:34
já það er reyndar satt.. við erum ekta Íslenskir naglar og víkingar!! En... ef að einhver væri lagður svona í einelti hérna.. líkt og t.d. Briteny þá er ég nú nokkuð viss um að sá hinn sami myndi bugast, fara í uppreisn og gjörrrrrsamlega eyðileggja fyrir sjálfum sér. Maður spyr sig hversu mikið hægt sé að leggja á einn aðila án þess að eyðileggja viðkomandi á einhvern hátt?? :)
Guðný Lára, 22.11.2007 kl. 18:05
já ég er smmála að aumingja Britney sem ég hef fulla samúð með og þessum stelpum öllum.
það er mottó pressunar og annara aula að eiðileggja þeirra líf og vona ég að þær láti sig bara hverfa um sinn,þá fá þær kanski að lifa eðlilegu lífi.....
KV Tóti Ripper
Tóti Ripper (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.