Mikið vona ég að þetta standi!!

Mér finnst það til fyrirmyndar ef þessi ákvörðun stendur! Í sjálfu sér er ég alls ekki á móti erótískum dansi en það er öll spillingin og glæpastarfsemin sem er í kringum þetta sem gott er að vera án!!

því styð ég fullkomlega þá ákvörðun borgarráðs að leggjast gegn starfsemi þessara nektarstaða! Það er til nóg af annari afþreyingu á annan hátt fyrir þá sem sækja þessa staði :) Bara nota ímyndunaraflið... híhí :)


mbl.is Lögmaður Bóhem ósáttur við ákvörðun borgarráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég efa það, hæstiréttur mun líklega fella þetta því þessi ákvörðun er byggð á fölsuðum rannsóknum og lygaáróðursherferð öfgavinstri(vinstri grænir) flokka

Alexander Kristófer Gústafsson, 22.11.2007 kl. 18:17

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Þessi ákvörðun á eftir að vera felld í hæstarétti, þeir sem eru mest á móti þessu voru búnir að dæma þetta fyrirfram og það eitt lýsir vanhæfi þeirra að fjalla um þetta og leggjast gegn því, það á óháður matsaðili að skoða þetta í þaula og vega og meta, ekki einhverjir öfga og öfugsnúnir pólitíkusar.

Sævar Einarsson, 22.11.2007 kl. 19:10

3 Smámynd: Guðný Lára

jájá það eru auðvitað alltaf tvær eða fleiri hliðar á öllum málum! Það er eins með þetta líkt og fíkniefnin í landinu.. alltaf hægt að togast á um hvort rétt sé að leyfa þetta eða ekki.. og þá þarf að sjálfsögðu að hafa í huga afleiðingarnar sem koma í kjölfar þess sem ákveðiði er.

Að sjálfsögðu er best að einhverjir óháðir standi að rannsókn og vegi og meti hvað sé best í svona erfiðum málefnum! En það er greinilegt að þið sem hafið komið ykkar athugasemdum fram hérna hjá mér hafið myndað ykkar skoðun.

ég verð að játa mín mistök sem eru að ég hef alls ekki kynnt mér málefnið í öreindir.. En engu að síður væri gott í fullkomnum heimi að vera laus við nákvæmlega allt þetta sem um hefur verið rætt hér að ofan! :)

Guðný Lára, 22.11.2007 kl. 19:17

4 identicon

"Í sjálfu sér er ég alls ekki á móti erótískum dansi en það er öll spillingin og glæpastarfsemin sem er í kringum þetta sem gott er að vera án!!"

þetta er án efa ein sú alvitlausasta staðhæfing sem að ég hef heyrt

þú ert semsagt sammála borgarstjórninni að gefa ekki leyfi fyrir fullkomnlega

löglegri starfsemi af þessum ástæðum? veistu hvaða hurðar þetta myndi 

opna ef að svona klausa yrði sett í lög? eigum við þá ekki bara að banna

hnífa, ég er svo þreyttur á öllum hnífatengdum árásum, en hafnarbolta-

kylfur? handrukkarar eru að nota þær í stórum stíl...hvers á fólk að gjalda 

sem notar fyrrnefnda hluti í góðum og saklausum tilgangi fyrir þannig

bjánahátt? og áður en að þú segir: nei það er fáránlegt, það er ekkert hægt að bera þetta saman, hver er munurinn á því og þessu?

það er ekki hægt að banna eitthvað á þeim grundvelli að það eru möguleikar á að það tengist einhverju slæmu.

einhverntímann las ég góða setningu sem hljóðaði einhvernveginn svona:

ef að allir fengju að taka úr heiminum eitthvað eitt sem að þeim líkaði illa við

þá á endanum yrði ekkert eftir.

það er eins gott að lögin eru ekki samin af fólki sem þykjast hafa betri 

siðferðiskennd en aðrir heldur með það að leiðarljósi að allir séu jafnir.

jafnvel þó að sumt særi blygðunarkennd annarra.

ShiskeBob (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 19:18

5 Smámynd: Guðný Lára

vá rólegur á því... ég hlýt að mega velta fyrir mér hlutunum... og hafa mínar skoðanir hversu vitlausar sem þær mega teljast...!!

Guðný Lára, 22.11.2007 kl. 19:21

6 identicon

það hefði mátt koma betur fram að ég var ekkert sérstaklega að beina þessu til þín uuuhh....Guðný Lára, ég er alls ekki að saka þig um að þykjast hafa betri siðferðiskennd en aðrir og vill alls ekki meina að þú sért neitt slæm manneskja, mér fannst bara þessi setning þín hálf...vond

ShiskeBob (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 19:23

7 Smámynd: Guðný Lára

Afsökunarbeiðni móttekin.... og ég skal samþykkja það.... Suma hluti má orða betur..... :)

Guðný Lára, 22.11.2007 kl. 19:29

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Lýðræði gengur út á að vera ekki alltaf að segja fólki hvað má og hvað ekki. Svo hittir Guðmundur naglann á hausinn þar sem hann segir þetta allt fara undir yfirborðið og í hendur glæpamanna verði þetta bannað.

Villi Asgeirsson, 22.11.2007 kl. 20:51

9 identicon

Þetta er hið eina vitæna sem nokkur stjórn hefur gert í háa herranns tíð á Íslandi, þe. að gefa einhverjum sem vilja græða og hafa viðurværi sitt á neyð og fátækt kvenna, undanþágu til að geta haft þessa "starfsemi" 

Ekki veit ég heldur hvað fjölmiðlar eru að draga lögmann Bohem inní fjölmiðla til að tjá sig... maður sem hefur sagt opinberlega að hann nánast "gefi skít" í allar rannsóknir og skýrslur sem gerðar hafa verið um slíka starfsemi í Evrópu.

Ákvörðunin sem sagt hið besta mál og hún mun halda fyrir dómstólum auðvitað.

Bjarki (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 22:31

10 identicon

Fyrst: Eitt orð hefur dottið út hjá mér að ofan. Átti að vera:  "neita að gefa einhverjum sem vilja græða..." o.s.frv. 

 En með að starfsemi þessu tengt haldi samt áfram þó bannað sé... jú jú örugglega munu einhverjir brjóta lög eins og gengur (og ég efast alveg um að þurfi endilega erlendar mafíur til þess) en lögregluyfirvöld munu þá bara taka á því eins og öðrum alvarlegum glæpum.  Ekkert flóknara en það svo sem.

Það sem verður að átta sig á fyrst og fremst er, að slíkir staðir munu alltaf, meir og minna, innifela og gera útá neyð kvenna... og núna er það nýjasta; aðalega neyð austurevrópskra kvenna.  Það hefur alveg sýnt sig að eftirlit með slíku er nánast ógjörningur.  Það væri eins gáfulegt að leifa innbrot undir eftirliti ! Td. ef maður stæli ekki meira en fyrir 1000 kall...þá væri það í lagi !!    Með að leifa starfsemi umræddra staða er samfélagið einfaldlega að gefa grænt ljós á allskyns glæpastarfsemi.  Segja: já endilega ! Komiði hingað ! Etc.

Auðvitað ekki boðlegt í siðuðu samfélagi.  Auðvitað ekki.  Alveg sama hvaða extreme makeover útgáfu menn vilja gefa af slíkum stöðum í það og það skiptið. 

Bjarki (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 01:46

11 Smámynd: Ingi Braga

Hvaða spillingu og glæpastarfsemi áttu við?  Ég hef verið að leita á netinu af einhverju en það eina sem ég sé er að af þessum dansi greiða þær skatta og gjöld, borga trygginar fá atvinnuleyfi og ég veit ekki hvað.

Er verið að ætla þessum eftirlitsaðilum að þeir séu bara asnar og vinni ekki sína vinnu, manni grunar að það sé nú þokkalega búið að reyna að negla staðina í gegnum árin.

Einu glæpamennirnir í þessu máli er fólki sem vísvitandi er að fremja lögbrot í borgarráði og með brotavilja sínum hafa þau sýnt að þeim er ekki treystandi fyrir einu eða neinu. Taka ekki einu sinni leiðsögn sinna eigin lögmanna.  En þeim er skítsama því þau þurfa ekki að borga sjálf og líta út sem öfgahópur femínista og komma sem ætti ekki að láta ganga laust. 

Ingi Braga, 23.11.2007 kl. 06:34

12 identicon

Þú þarft að kynna þér málið betur gæzkur.   Sumt fólk  þarf augljóslega að fræða sjálft sig mun betur áður en það birjar að tjá sig um þessi mál.

En málið er bara að vísu, að sumt fólk vill það ekki (einhverra hluta vegna) Meir að segja sjálfur lögmaður ósómans hefur sagt opinberlega að honum sé skítsama um allar rannsóknr á umræddu efni.  Lesi þær ekki !!

Þetta mál hefur ekkert með svokallaða feminista að gera.  Viðfangsefnið snýst um, hvernig samfélag íbúar þess vilja.  Á að samfélagið að leifa það að örfáir einstaklingar sem vilja græða og hafa viðurværi sitt af mannlegri eymd, fái að vaða uppi í samfélaginu, eða á samfélagið ekki að leifa það.

Í umræddu máli tóku fulltrúar samfélagsins viturlega ákvörðun.  Til sóma.  Eymdarsinnar verða bara að fá að væla í þekkingarleysi sínu og örsýn.  Ekkert við því að gera.  Þeirra vandamál.  Ekki mitt.

Bjarki (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 12:23

13 identicon

hv að er í gangi auðvitað á að leifa þessa starfsemi, það er neið sem rekur þessar stúlkur í þetta annas hefðu þær ekkert að gera og væru í sínum heimalöndum að dansa fyrir lítið sem ekki neitt og mundu líka þurfa selja sig. Það eru engar sannanir fyrir að þær séu Mellur frekar en sá sem vinnur við að sökva landinu okkar uppi á Kárahnjúkum,þar er fullt eða var fullt af útlendum verkamönnum með smánar laun og voru hér vegna þess að þeir fengu ekkert betra í heima högum sínum og það kalla ég að nota sér eymd því ekki vildu Íslendingar vinna þarna nema þeir sem voru með góð laun.

Og þeir sem voru með góð laun voru með fult af undirverktökum sem borguðu sínum undirmönnum skít og kanel.

Og hana nú!!!! Svo ég sé engan mun á nektardansstöðum og Kárahnjúka verkamönnum.

KV. Tóti Ripper

P.S. Guðný toppaðu nú he he

Tóti Ripper (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 14:39

14 identicon

Það er nú, reyndar rétt, að mínu áliti, að taka þarf næst á meðferð ísl. atvinnurekenda á erlendum verkamönnum.  Það er mikil smán.  Satt. 

Einfaldlega þarf að herða öll viðurlög við brotum á samningum og réttindum verkamanna verulega. Td. ef atvinnurekandi brýtur réttindi á verkamanni varðar það 20 ára fangelsi.  Punktur.  Málið leyst.  Það þýðir ekkert að taka vettlingatökum á þessu frjálshyggjuguttum sem vaða uppi í þjóðfélaginu, brjótandi reglur og mannréttindi hægri vinstri. 

En hvernig er tekið á því í dag ?  Jú jú.  EKKERT !!  Stjórnvöld hjálpa bara til og hvetja nánast atvinnurekendur til að brjóta allar reglur sem mest.

Bjarki (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband