Á örugglega eitthvað sökótt við löggumanninn..!

 

852e10dd39332137Ég var að renna yfir bloggfærslu hjá einhverjum sem skrifaði um þessa frétt. Sá hinn sami segir þetta ekki frétt þar sem þessi ökumaður sé að keyra svo lítið yfir hámarkshraðanum! Það eigi frekar að skoða suðurlandsveginn og þá aðila sem eru að keyra of hratt þar við allskonar aðstæður. Jú það er mjög líklega satt að skoða þurfi allar aðstæður þar og betrum bæta á einn eða annan hátt. En það má þó ekki horfa fram hjá því sem á sér stað hér líkt og myndin sýnir.. bæði keyrir maðurinn of hratt gefur finguinn og ég tala nú ekki um barnið sem situr í framsætinu hjá honum!!

En hummm segi ég nú bara! Sérstaklega þar sem íbúðahverfi er, þar þarf fólk að hafa varann á og sleppa svona "attitjúdi" líkt og þessi gaur er að sýna á myndinni. Það hlýtur að vera enn ofarlega í hugum allra þessi hræðilegi atburður sem átti sér stað fyrir nokkrum dögum í Reykjanesbæ!!!

Ég tel að hraðatakmarkanir skuli virða og fara eftir, slíkar takmarkanir eru ekki settar til að angra landsmenn!

Þó svo að ég sé enginn engill þegar kemur að svona málum, þá virði ég alltaf hraðatakmörk inn í íbúðargötum! Það er kannski dálítið annað mál þegar kemur að "hraðbrautunum" okkar hér á Íslandi....Whistling En að sjálfsögðu þarf að keyra eftir aðstæðum!

En talandi um þennan gaur sem viðrist gefa myndavélinni fingurinn... Hann á alveg greinilega eitthvað erfitt og líklega óuppgerð mál við lögregluna. Og með þessari aðferð telur hann sig líklega vera að vinna vel í sínum málum? Jahá ég sé þó ekkert annað en hann geri lítið annað en að skemma fyrir sjálfum sér. Og með þeim orðum vona ég svo sannarlega að löggumanninn finni hann og eigi við hann orð, áður en eitthvað verra gerist...

carAccident

mbl.is Huldi númerið og ók of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha þú veist ekkert hvað þú ert að blaðra

Axel Már Arnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 02:52

2 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Ekki batnaði það hjá honum við það að vera með barn í framsætinu. Hann ætti að snúa sér að öðru en að aka bíl.

Í Alvöru talað! 

Ólafur Þór Gunnarsson, 6.12.2007 kl. 09:54

3 identicon

Ég veit ekki betur en að maðurinn hafi ekið á 83km hraða á 60km götu?

Ef svo er þá fullyrði ég að meirihluti ökumanna hafa gerst sekir um svipaðan "glæp"

Fréttaflutningur af þessu máli er hlægilegur. 

Andri (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband