Hvað með geðrannsókn?

Hvernig er það.. Er ekki fólk sent í geðrannsókn þegar það keyrir svona hratt? Úffs og ég tala nú ekki um að sektin hlýtur að vera stór ásamt því að gaurinn hlýtur að þurfa að þreyta prófið aftur? Ætli þessir krakkar viti það ekki??

Ég vona svo sannarlega að hann ásamt fleira fólki fari að spá í þessum þáttum ásamt því hvaða hryllilegu afleiðingar svona hraðakstur getur valdið..!!

myndir


mbl.is Sautján ára á 212 kílómetra hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úfff svakalegur hraði....það ræður ENGINN við svona hraða hvað þá barn sem er ný komið með bílpróf.....

Linda Rós (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Guðný Lára

Nei það er aldeilis rétt hjá þér Alex! Ekki vitlaust að taka það til athugunar að hafa einhver aldurstakmörk á þessum tryllitækjum! Mig minnir endilega að bílaleigurnar séu með einhver takmörk! Ríkið ætti að taka það sér til fyrirmyndar..

Guðný Lára, 6.12.2007 kl. 14:59

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Tökum upp opinberar hýðingar .......Jón Jónsson umferðarapi verður flengdur út á torgi kl 14.00 í dag.....vinsamlegast takið með ykkur píska og svipur.

Einar Bragi Bragason., 6.12.2007 kl. 16:19

4 identicon

Ekki vera líkja mér við geðsjúkling, ég hef aldrei verið tæpur á geði og aldrei með nein geðræn vandamál. Þessi ofsaakstur var framkvæmdur án hugsunnar og ég sé andskotans mikið eftir þessu, og ekki skánar það þegar maður les svona umfjöllun einsog þína færslu og fleiri hérna á blogginu.

Sá sem ók (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 19:46

5 identicon

bætt við............. Það eru frekar þið fólkið sem ætti að hugsa ykkar gang, þið eruð ekki mikið skárri en ég. Hafiði einhvertímann hitt mig eða séð mig, hvar færðu þessa forsendu að ég sé geðsjúklingur. Má ég ekki líka kalla þig geðsjúkling? Maður spyr sig.

Sá sem ók (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 19:49

6 Smámynd: Guðný Lára

ég var nú ekki sérstaklega að tala neitt um að þú væri geðsjúklingur! Ég spurði hvort fólk væri ekki sent í geðrannsókn þegar hraðinn er svona mikill... því ég var ekki viss!! Ég heyrði það einhverntíman að slíkt væri gert! En aftur á móti þá er það ekkert eðlilegt að keyra svona er það?

ÉG biðst afsökunar ef ég særði þig eitthvað og vona svo sannarlega að þú hafir lært eitthvað af þessu...! það er betra að læra af þessu svona.. það væri verra ef þú hefðir þurft að læra the hard way..! gangi þér vel "sásemók!  

Guðný Lára, 6.12.2007 kl. 19:54

7 identicon

Svo er eitt sem ég vil benda á, ég reyndi ekki að stinga lögguna af. Ástæðan er sú að báðir hliðarspeglar eru brotnir og afturrúðan var haugadrullug. Þannig að mér finnst að lögreglan ætti að taka upp einhverveginn öðrvísi kerfi. Þeir ættu að minnsta kosti að bíba líka. Ef ég hefði tekið eftir löggunni strax þá hefði ég umsviflaust stöðvað einsog ég gerði þegar ég mætti fyrsta lögreglubílnum sem ég sá.

Ég veit að þetta afsakar ekki hegðun mína en ég vildi bara koma þessu á framfæri.

Sá sem ók (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:04

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Guðný Lára, viltu sýna okkur ip-töluna hjá „Sá sem ók“? Hún er í stjónborð/blogg/athugasemdir.

„Sá sem ók“ það gerir illt verra að hafa gert þetta með brotna spegla og haugdrulluga rúðu. Það segir samt smá um þig.

Birgir Þór Bragason, 7.12.2007 kl. 00:43

9 identicon

Hey birgir ætlaru að kíkja í heimsókn til hanns eða? eða brjótalöginn sjálfur og birta nafn hans og mynd á netinu? Þú hefur ekki neitt við hanns ip tölu að gera. Og þar af auki Veistu hvernig og hvenær hliðarspeglarnir hanns fóru Neiiiii ekki vera að tala um eihvað sem þú veist Lítið sem ekkert um. Please,

Ragnar (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 03:26

10 Smámynd: Guðný Lára

"sásemók" þegar maður er að keyra bíl, reynir maður að hafa allar aðstæður í bílnum sem bestar!! Mundu bara þegar þú færð prófið aftur að hafa gluggana hreina, speglana í lagi og ekki aka á ofsa hraða!

UUU Birgir Þór ég veit ekki afhverju ég ætti að sýna ip-tölu nokkurs hérna?? Sé engann tilgang með því fyrir utan það að sá sem óskar eftir nafnleynd stays that way!! Nema ef til lögreglumáls kæmi .. bara svona hafa það á hreinu!

Guðný Lára, 7.12.2007 kl. 10:42

11 identicon

Guðný mín þú kannt svo sannarlega að koma umræðu í gang

Linda Rós (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 12:06

12 Smámynd: Guðný Lára

hehe já kannski það Linda.. en þetta mál er nú þannig að flestir hafa einhverja skoðun á því...! Og eins og fólk misjafnt þá eru skoðanirnar misjafnar líka

Guðný Lára, 7.12.2007 kl. 13:23

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hækkum bílprófsaldurinn

Einar Bragi Bragason., 7.12.2007 kl. 13:46

14 Smámynd: Guðný Lára

jaa ég hefði ekki verið sátt við það á sínum tíma þegar ég var að fá bílpróf... En í dag er það nú alveg spurning! Lögræðisaldurinn var hækkaður úr 16 í 18... Já afhverju ekki að hækka að sama skapi bíloprófsaldurinn!

Guðný Lára, 7.12.2007 kl. 14:44

15 identicon

Að hækka bílprófsaldurinn er ekki alveg það rétt kannski.
Tímarnir hafa breyst mikið á síðustu 10-12 árum, bæði hraðatakmarki hefur hækkað og bílarnir orðið kraftmeiri...ég myndi segja að það ætti að herða ökukennsluna, láta krakkana vera í æfingarakstri lengur jafnvel...svo fannst mér mjög sniðugt það sem ég heyrði einhvertíma í útvarpinu að það væri verið að hugsa um að setja takmörk á véla- og hestaflastærð bíla þeirra sem eru undir 21 minnir mig, mætti alveg koma því inn..

Sigrún Gunnars (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 19:03

16 identicon

Táningar sem eiga aflmikla bíla eru ekki endilega að kaupa þá vegna kraftsins heldur vegna útlits, þæginda,hljóðkerfis og auðvitað er aflið eitthvað sem skiptir máli en það er samt ekki aðalmálið! Bílafyrirtæki eru bara ekki að framleiða bíla sem eru kraftlitlir en flottir,þægilegir,með gott hljóðkerfi og fleira sem fylgir kraftmiklum bílum. Þannig að takmarka véla- og hestaflastærð bíla þeirra sem eru undir 21 er fáránlegt! Þá fá þeir ekki að njóta þeirra þæginda sem fólk 21 árs og eldri fá að njóta. Það eru allir bílar sem komast yfir 100 Km/klst og ég get líka sagt ykkur það að þeir sem ætla sér að brjóta lögin munu brjóta þau!

Júlíus Pálsson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 17:58

17 identicon

Mig langar að byrja á því að koma því að að drengurinn var að keyra á yfir 200 sem er aðeins meira en yfir 100 km hraða.
Ég hef alveg mína reynslu í því að það er alveg til krakkar og meira að segja slatti af þeim sem kaupa sér bíl af því að hann er svona mörg hestöfl og með svona stóra vél og meira segja þekki ég til fólks sem er alveg sama hvernig útlitið á bílnum er bara ef bíllinn er 300 hestöfl.
Það þarf ekki endilega að vera þægindi að geta keyrt bílinn sinn á 200. Það er til einhver tækni sem getur takmarkað hvað bílarnir keyra hratt, núna er ég ekki nógu fróð um svoleiðis kerfi til að útskýra en t.d. Dominos er með bílana sína svoleiðis og þú getur ekki keyrt yfir 110 km hraða á þeim sem dæmi.
Þetta með aldurinn, þarf ekki fólk að vera búið að ná ákveðnum þroska til þess að eiga bíla sem komast upp í 150 plús  ??

Sigrún (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:12

18 identicon

Ætla að segja þér að þessir kubbar sem látið er í þessa Dominos bíla virka ekki alveg nógu vel þar sem þeir bílar komast vel yfir 110 km/klst. Segjum sem svo að það yrði komið því fram að unglingar fengu ekki að eiga eða keyra aflmikla bíla þá komast afllitlu bílarnir samt uppí 140 km/klst sem er nóg til að drepa ökumanninn og aðra. 2006 Yaris kemst yfir 150 samt myndi ég ekki kalla það aflmikinn bíl þar sem hann er sirka  75  hestöfl. Svo ég komi aftur að kubbunum sem látið er í Dominos bílanana þá er það algjört drasl sem eyðileggst mjög fljótlega.

Júlíus Pálsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 13:33

19 identicon

Það er þá búið að takmarka hraðann eitthvað, svo er það nottla lögreglunnar að fara að sinna vinnunni sinni betur...

..Eins og það er hérna í ameríku, hérna sést lögreglan á hverju horni, ekkert endilega að stoppa einhvern, svo fær hver lögreglumaður bónus fyrir hvern sem hún tekur ólöglegan, spurning hvort lögreglan myndi fara að misnota aðstöðu sína..en ég held að það sé soltið um það í USA

Sigrún (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:14

20 Smámynd: Guðný Lára

Ég var í Ameríkusýslunni í sumar.. Við keyrðum frá Montréal, Canada til til Calgary í Canada.. Leiðin lá í gegnum USA.. Það reyndar kom mér á óvart hver hraðatakmörkin voru. Ef ég man þetta rétt þá máttiru mest keyra á 120km/klst..en þetta er auðvitað í mílum þarna.. og er reyndar dálítið misjafnt milli fylkja á hvaða hraða má keyra. Umferðin er þó dáldið hraðari þarna á hraðbrautunum og allir að keyri rúmlega vel yfir hámarkinu. Ef þú vildir ekki vera fyrir þá varðst þú að keyra jafn hratt og hinir... eða svona 130.. Maður var nú stundum með pínu stress í maganum.. annað slagið sáumst ónýtir hjólbarðar, dauð dýr o.s.frv..

Lögguna sáum við hér og þar, stundum að stoppa einhverja, en þó alveg ótrúlega lítið miðað við að flestir voru að keyra vel yfir hámarkshraðanum!

Guðný Lára, 10.12.2007 kl. 11:41

21 identicon

Hérna í Flórída sjáum við löggunni bregða fyrir á hverjum degi, oft er hún að handtaka einhvern....þó það sé ekki nema fyrir að keyra of hratt og rífa svo kjaft við yfirvaldið (sem mér finnst vera frekar gróft af löggunni)....ég sé þá í eftirliti á hverjum einasta degi og stundum 3-4 löggubíla á einu rauðu ljósi.

Ég tók nú bílprófið hérna í sumar og þurfti að lesa mig aðeins til fyrir bóklega prófið, þar var ég að lesa að þú átt frekar að auka hraðann heldur en að hægja á þér með umferðinni, hérna eru vegirnir miklu miklu betri en heima á íslandi og bjóða uppá aðeins meiri hraða en auðvitað koma fyrir óhöpp í umferðinni hér eins og allstaðar í heiminum. Á mörgum stöðum á hraðbrautunum er síðan líka minimum hraði, ef fólk ræður ekki við það þá eru líka "sveita" vegir sem má nota.

Ég viðurkenni það að löggan hér er of ýkt, það er algjör óþarfi að það komi 4 löggubílar og 2 sjúkrabílar þegar þú klessir á ljósastaur eða eitthvað álíka, eins og maður hefur séð hérna en mér finnst reyndar yfir höfuð allt ýkt í Ameríku.

Langar að skjóta inn smá brandara í leiðinni....var að horfa á CSI miami hérna um daginn og sá þar að mann að keyra á hraðbrautinni og þurfti að stoppa við svona toll hlið, í tollhliðinu voru ljóshærðar sætar stelpur í pínupilsum og á brjóstahaldaranum. Alltaf þegar ég hef verið að keyra yfir til miami og stoppa í þessum sömu tollhliðum þá er alltaf soltið mikið of þungt fólk sem situr í klefunum og alltaf í svona "hjúkkuskyrtu" þá aðallega blárri eða appelsínugulri með einhverjum skrípamyndum á...að sjálfsögðu er verið að gera þættina eitthvað aðeins meira fyrir augað en þetta sannar það líka hvað allt er ýkt í USA.

Sigrún (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 16:45

22 identicon

hehe já Ameríka er ýkt!!

letinginn (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband