Já lífið er alltaf að breytast pínulítið
24.1.2008 | 13:01
Nú eru miklar breytingar í vændum hjá fröken Guðný Láru... því nú ætlar fröken Guðný Lára að vera fröken kennari fram á vorið. Nú á ég einungis eftir vettvangsnám næsta haust í náminu, eftir það er ég orðin alvöru fröken kennari á pappírum
Ég held að það verið bara gaman að vinna sem kennari fram á vorið og ágætis reynsla fyrir loka hnykkinn í vettvangsnáminu. Ég er bara full af spenningi að byrja að vinna get ég sagt ykkur!!!!
Annars gengur allt ágætlega hér í nýja húsinu okkar í Skálagerði. Við fórum út í smá breytingar sem hafa svo undið upp á sig en þetta fer að verða búið! Við máluðum einn stórann vegg, settum nýja klósettinnréttingu á annað klósettið og skiptum um eldhúsbekkina í eldhúsinnréttingunni! þetta verður alveg afskaplega flott þegar búið er! En á meðan þetta er að ganga yfir er ansi mikið drasl og dót sem þarf að bíða eftir að fá einhvern stað til að vera á til frambúðar. Sumt er meira að segja enn í kössum og pokum úffs.... En það kemur vonandi að því að hægt sé að halda smá house-warming party
En vinum og ættingjum er að sjálfsögðu velkomið að kíkja hvenær sem er á okkur og nýju villuna!!
over and out g..
Athugasemdir
Hæ elskan, það fylgir bara að þegar verið er að flytja þá er smá drasl, við getum ekki haldið að allri nái mömmu þinnar standard. En margt er líkt með skildum. En þetta gengur yfir og verður örugglega alveg meiriháttar. Ég hlakka til að koma norður yfir heiðar og sjá slotið. En ástæða þess að ég skrifa núna er að benda þér á að þú ert að sjálfsögðu engin fröken kennari elskan mín. Gift frúin er náttúrulega frú KENNARI og til hamingju með það. Knús Hmj.
Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 27.1.2008 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.