Hvað næst? Á að taka stólinn af honum líka?

Maður verður svo reiður að lesa svona! Sér í lagi þar sem þessi tæki nýtast ekki mörgum öðrum! Fyrir utan að með svona aðferðum er ekki bara verið að svipta bóndann landbúnaðartækjunum sínum heldur líka stöðva hann í að geta sinnt sínum búskap sem skildi!

Auðvitað þarf hann líkt og aðrir að standa í skilum, en afhverju er ekki samið aftur og leyft honum að vinna í sínum málum.. Tala nú ekki um að leyfa fólki að nýta sér sinn frest til fulls!!!

Þriggja ára sonur minn er hreyfihamlaður... og þegar ég heyri svona sögur sé ég svart...! Það er eins gott að þetta fólk passi sig... því ég er svo mikil gribba... þeim langar ekkert að lenda í mér seinna haha :)
mbl.is Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það  satt, ertu kennari og háskólanemi ?

dittó (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Guðný Lára

já það er ég.. og hvað kemur það málinu við?

Guðný Lára, 30.8.2008 kl. 12:44

3 identicon

Ekkert

dittó (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 00:03

4 identicon

já,  þetta er ræfilslegt af þessu fyrirtæki, ég held að það standi ekki á brauðfótum og ætti að geta komið til móts við manninn í staðinn fyrir svona ómanneskjulegar aðgerðir. Því miður er þetta stefna svo margra fjármálafyrirtækja.

Ég sá þátt um þennan mann í vetur, þvííílíkur kraftur í manninum!! Hann ætti að fá fálkaorðuna fyrir eljusemi!

alva (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband