Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Skrítið ég var þarna í fyrradag!!
13.5.2008 | 18:29
Jahá.. furðulegt að lesa þessa frétt þegar mar var þarna bara deginum á undan! Reyndar fann maður alls ekki fyrir neinum ótta hvar sem maður kom þarna í London. Bæði var lögreglan allstaðar sýnileg, sírenuvæl hluti af stórborgarbragnum og bretar almennt kurteisir og almennilegir.
Við sáum ekki margt ófrýnilegt þarna enda var upplifunin frábær. En jú svo sem eins og annarstaðar veit maður að margt óhreint þrífst innan um.... Ég sat t.d. inn á fridays á Leicestersquer og sá þar í húsasundi fjóra unga stráka vera að díla eiturlyfjum... og á einhvejrum klúbbi sá ég einhvern taka í nefið o.fr.v.. en ekkert sem var að hræða mann eitthvað sérstaklega.
Við fórum á frábærann stað sem heitir Camden tow.. þar eru endalausir markaðir, barir, búðir og svo má lengi telja.. Þar var líka eeeeendalaust mikið af fólki!!! Stór hluti af fólkinu þar voru goth týpur og pönkarar.. alveg sauðmeinlaust fólk!! Sumstaðar í heiminum hefði maður tekið sveig fram hjá hópi af slíku fólki en ekki þarna
já það er leiðinlegt að heyra svona fréttir eins og morð á oxfordstreet!! Ég googlaði þessa frétt og fann fréttir um þetta á ensku.. það virðist alls ekki vera víst útafhverju þetta gerðist. Sumir segja að einhver hafi hent pappaglasi í röð við Mc donalds..og þá hafi þetta gerst í kjölfarið... Aðra grunar að þetta atvik hafi verið ákveðið fyrirfram.. og einhvert gengi komi þar við sögu...En.. Þetta gerist því miður.. en sem betur fer er London stórborgin samt að öllu jöfnu ágætis staður sem óþarfi er að vera hræddur við!!
kv Guðný Lára
Myrtur á Oxfordstræti um miðjan dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)