Færsluflokkur: Lífstíll

Lífið er stundum erfitt!

Fyrir tæpum 3 árum eignaðist ég lítinn snáða sem átti sitt fyrsta heimili í heilan mánuð á vökudeildinni á Landspítalanum. Hann var tekinn með keisara rétt fyrir hádegi á fallegum sunnudagsmorgni. Já hann var tekinn, og ég fékk rétt að sjá litla fallega andlitið í nokkrar sekúntur áður en farið var með hann í burtu til skoðunar. Málið er að hann fæddist með klofinn hrygg og fl. og þurftu því læknarnir að taka hann strax til skoðunuar og ákveða í framhaldi hvort hann yrði settur í í aðgerð strax sama dag sem varð svo raunin.

Við biðum í einhverja klukkutíma eftir fréttum. Mér fannst þetta afskaplega langur tími og var orðin frekar stressuð. En líklega var þetta nú styttri tími heldur en minningin segir til um Smile  Loksins komu fréttir  um hann og við fengum að fara ásamt foreldrum mínum upp á vökudleild til þess að hitta hann. Ég man ekki betur en að mér hafi verið rúllað einmitt í rúminu upp þar sem ég var auðvitað nýbúin í keisaraskurði. Það var skrítin og óþægileg tilfinning að koma á vökudeildina svona í fyrsta skiptið, en mikið ógurlega var gott að sjá barnið sitt!!! Fljótlega eftir að við fengum að sjá hann fór hann svo í sína fyrstu aðgerð.

Þennan mánuð sem strákurinn átti heima á vökudeildinni lærðum við ýmislegt. t.d. að það eru ekki allir jafn almennilegir eða jafn klárir í mannlegum  samskiptum... En við skulum þó ekki fara út í þá sálma að svo stöddu! Ég get þó ekki annað en hrósað starfsfólkinu sem kom að stráknum mínum, flestir voru yndælir og mjög hjálpsamir! Eitt man ég þó að það voru einmitt stofugangur á morgnana sem hamlaði því að ég gæti farið og hitt son minn. Ég gat mætt eldsnemma og svo ekki aftur fyrr en um hádegi minnir mig! En það vandist auðvitað... þó svo að mjólkin flæddi á meðan og söknuðurinn í litla snáðann alveg að fara með mann... En þá hugsaði maður bara að þetta tæki allt enda hvenær sem það væri.. og strákurinn fengi að fara heim með okkur foreldrunum Wizard  Stofugangarnir eru jú auðvitað fyrir lækna og annað starfsfólk til þess að vinna vinnuna sína í ró og fara vel yfir hvert og eitt mál sem kemur upp á borð hjá þeim.

IMG_1126     IMG_1422

Hérna eru myndir af litla stoltinu mínu.. fyrri er daginn sem hann fæddist hin er nýleg :) Dulegur og klár strákur hér á ferð skal ég segja ykkur InLove
mbl.is Fékk ekki að sjá nýfæddan son sinn strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skiptir ekki stærðin máli?

jahá... sumir tjá sig meira en aðrir... :) En burt séð frá því þá varð ég bara að koma með smá innlegg um þetta.. því á sama tíma og þessi frétt hangir inn á mbl.is þá er umræða á barnalandi um sama mál... þ.e. hvort stærðin skipti máli.

mér sýnist nú á öllu að íslenskakonan vilji meina að stærðin skipti máli...  Kannski ekki endilega lengdin heldur breiddin! Einhver segir líka að það passa ekki allir lyklar í sömuskrá eða eitthvað álíka.. það eru orð að sönnu! :)

En þær Íslensku virðast vera sammála Sarah Harding um að karlmaðurinn verði að kunna á sitt tól burt séð frá hver stærðin er!

Ég er íslensk svo mitt álit er sama og þeirra þarna á barnalandi ;o)

ÉG læt fylgja með upp á grínið þessa skemmtilegu umræðu sem ég rakst á inná bl.... :)

http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=8077056&advtype=52&page=2 


mbl.is Sarah segir stærðina engu skipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið vona ég að þetta standi!!

Mér finnst það til fyrirmyndar ef þessi ákvörðun stendur! Í sjálfu sér er ég alls ekki á móti erótískum dansi en það er öll spillingin og glæpastarfsemin sem er í kringum þetta sem gott er að vera án!!

því styð ég fullkomlega þá ákvörðun borgarráðs að leggjast gegn starfsemi þessara nektarstaða! Það er til nóg af annari afþreyingu á annan hátt fyrir þá sem sækja þessa staði :) Bara nota ímyndunaraflið... híhí :)


mbl.is Lögmaður Bóhem ósáttur við ákvörðun borgarráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannskemmandi mannskepnur!!

Mikið hlýtur þetta að vera erfitt! Að vera svona frægur og berskjaldaður í Ameríkunni!! Ég hef einmitt mikið velt þessu fyrir mér hvað varðar Britney Spears... Ekki það að hún sé í einhverju sérstöku uppáhaldi hjá mér, heldur frekar vegna þess að ég vorkenni henni. Það er eitt að vera frægur og eiga peninga en annað að vera frægur í Bandaríkjunum!! Það þarf ekki mikið útaf að bregða hjá þessu fólki... "papparassarnir" er þá komnir á stjá og ná einhvern veginn í ósköpunum að kippa fótunum undan þessum greyjum sem vinna við það að skemmta okkur hinum!! :)

Þessir "papparassar" eru jafnvel að búa til hinar og þessar aðstæður til þess að þetta ágætis fólk komi illa fyrir í okkar heimi!! Taka myndir á óheppilegum augnablikum og búa til æsifrétt úr engu.

Ég var einmitt að horfa á Ophru í gær og þar var Sinead O'Connor í viðtali. Hún rakti sögu sína um þunglyndi, sjálfsmorðstilraunir og fjölmiðlana... Þessir"papparassar" fundu smá smugu þar sem þessi kona var veik fyrir.. og gjörsamlega eyðilögðu hana! Sinead talaði einmitt í þessum þætti um Britney og vorkennir henni. Hún sagði að ef hún gæti ráðlagt Britney eitthvað þá ætti hún bara að flytja til sín..! :)

Mér finnst stefnan í þessum málum vera óskaplega leiðinleg. Ég sjálf er ekki mikið gefin fyrir að lesa um ófarir annarra, sérstaklega ekki fræga fólksins úti í heimi! Hvað kemur okkur við hvort Britney keyrði yfir á rauðu eða Lindsey sé fallin? Eða hver á í forræðisdeilum, hver sé á leið í fangelsi og hver svaf hjá hverjum?? Ég meina þetta alveg sérstaklega þegar fréttirnar eru neikvæðar, niðrandi og ósannar!!


mbl.is Clooney segir papparassa vera glæpamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband