"Saklaus uns sekt er sönnuð"... eða?

Emily SandersJæja fyrst ég byrjaði  að skoða þetta mál í gær er þá ekki kjörið að halda áfram í dag? Nú hafa flestir fréttamiðlar sem fjalla um mál Emily Sanders, tilkynnt líkfund. Eins og glöggir lesendur fréttarinnar hafa séð er talið að líkið geti verið af stúlkunni. Dánarorsök er ekki ljós en líklega mun krufning leiða hana í ljós.

Áhugavert er að vefsíðan www.zoeyzane.com þar sem meintar nektarmyndir af henni voru birtar var lokuð í gær. Í dag er hún þó opin aftur en engar nektarmyndir finnast þar lengur. Þess í stað er yfirlýsing frá stjórnendum síðunnar þar sem þeir virðast vera að stofna einhverskonar fundarlaunasjóð og vilja þannig stuðla að því að hinn grunaði , Israel Mireles, verði handtekinn og færður til saka. Hvort þetta sé til að forðast slæmt umtal "þessa" módel iðnaðar veit ég ekki, en manni dettur það þá sterklega í hug! En batnandi mönnum er best að lifa á meðan þeir batna á einlægann hátt ekki satt?...Smile

Burt séð frá því segir rannsóknarlögreglan margar vísbendingar hafa komið upp á borð hjá þeim  tengdar þessum módel bransa. Engin af þeim vísbendingum hinsvegar leiddi þá áfram við rannsókn málsins. Því virðast þeir sannfærðir um að hennar aukavinna sé ekki á neinn beinan hátt tengd hvarfi Emily eða hugsanlegu andláti.

israelmireles2Nú er alltaf sagt: "saklaus uns sekt er sönnuð". Auðvitað viðgengst það í þessu máli líkt og öðrum. En miðað við heimildir lögreglu er augljósast að gruna þennan mann um voðaverk. Blóðugt hótelherbergi, týnd rúmföt, Emily sást síðast með honum og ég tala nú ekki um að hann virðist vera horfinn sporlaust af yfirborði jarðar ásamt ungri unnustu sinni. Fregnir herma einnig að ættingjar Israels Mireles vilji ekki tjá sig mikið um hann eða hvar hann sé. Lögregla telur þó að ættingjarnir viti hvar hann er en vilji ekki segja til hans. Grunur er einnig um að hann sé á leið til Mexico ásamt unnustunni , þar eigi hann einnig ættingja.

Já þetta er flókið mál sem ég vona svo sannarlega að leysist sem skjótast! Þó svo að þetta sé ekki eina hvarfið sem á sér stað í heiminum þá er búið að blása þetta mál upp allsvakalega! Líklegast vegna þess að hún á að hafa verið meint "klámstjarna" sem ég get ekki séð að hún hafi verið. Ég fann einhverjar myndir af henni sem sýna hana eina stilla sér upp eða með 2 vinkonum sínum. Engin video hafa verð birt af henni svo ég viti aðeins ljósmyndir! EF fólk er titlað klámstjörnur vegna ljósmynda sem teknar eru af þeim þá ættu nú margir að passa sig... Whistling

israelmireles







hér er svo uppfærð mynd af grunuðum morðingja Emily Sanders þekktur undir nafninu Israel Mireles. Vinsamlegast látið lögreglu vita ef þið verðir vör við ferðar hans... Wink

Góða helgi.... Wizard



mbl.is Lík bandarískrar háskólastúdínu talið fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægð með þig, þú kannt svo sannarlega að segja frá

Linda Rós (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 13:04

2 identicon

Það er gaman að fylgjast með hvernig fólk skiptir stundum um skoðun án þess að átta sig á því sjálft eftir því um hvað er fjallað.

Þegar fjallað er um nauðganir þá má ekki minnast á hvaða aðstæður konur ættu að forðast, án þess að allt verði brjálað út af því að það skilst sem "takmörkun á frelsi kvenna"

Þegar svo fjallað er um hvarf þessarar stúlku, þá skiptir það allt í einu máli að hún hafi setið fyrir á nektarmyndum og sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að etv hafi einhver "viðskiptavinur" hennar verið valdur að hvarfi hennar.

En þessi frásögn þín Guðný, er bara nokkuð góð.

Fransman (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 13:48

3 identicon

" Hvort þetta sé til að forðast slæmt umtal "þessa" módel iðnaðar veit ég ekki, en manni dettur það þá sterklega í hug! "

Hvaða helvítis kjaftæði er þetta ? Heldur þú að fólk sem starfar í adult iðnaði sé alveg sama þótt samstarfsaðili þeirra sé myrtur ? Fólk ætti nú aðeins að líta í sinn barm og kannski panta tíma hjá sálfræðingi. 

axel (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:21

4 Smámynd: Guðný Lára

ég held að þú ættir nú að slappa af sjálfur axel..! og kannski leita þér hjálpar frekar en ég sýnist mér! Miðað við það sem ég hef lesið hér og þar á netinu um þetta mál bendir sterklega til þess að eitthvað álíka hafi búið að baki!!!  Burt séð frá minni skoðun!!!! Og auðvitað er fólki EKKI sama þegar einhver er myrtur.. sæll þar að ræða það eitthvað frekar eða?

Guðný Lára, 1.12.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband