Lífið er stundum erfitt!

Fyrir tæpum 3 árum eignaðist ég lítinn snáða sem átti sitt fyrsta heimili í heilan mánuð á vökudeildinni á Landspítalanum. Hann var tekinn með keisara rétt fyrir hádegi á fallegum sunnudagsmorgni. Já hann var tekinn, og ég fékk rétt að sjá litla fallega andlitið í nokkrar sekúntur áður en farið var með hann í burtu til skoðunar. Málið er að hann fæddist með klofinn hrygg og fl. og þurftu því læknarnir að taka hann strax til skoðunuar og ákveða í framhaldi hvort hann yrði settur í í aðgerð strax sama dag sem varð svo raunin.

Við biðum í einhverja klukkutíma eftir fréttum. Mér fannst þetta afskaplega langur tími og var orðin frekar stressuð. En líklega var þetta nú styttri tími heldur en minningin segir til um Smile  Loksins komu fréttir  um hann og við fengum að fara ásamt foreldrum mínum upp á vökudleild til þess að hitta hann. Ég man ekki betur en að mér hafi verið rúllað einmitt í rúminu upp þar sem ég var auðvitað nýbúin í keisaraskurði. Það var skrítin og óþægileg tilfinning að koma á vökudeildina svona í fyrsta skiptið, en mikið ógurlega var gott að sjá barnið sitt!!! Fljótlega eftir að við fengum að sjá hann fór hann svo í sína fyrstu aðgerð.

Þennan mánuð sem strákurinn átti heima á vökudeildinni lærðum við ýmislegt. t.d. að það eru ekki allir jafn almennilegir eða jafn klárir í mannlegum  samskiptum... En við skulum þó ekki fara út í þá sálma að svo stöddu! Ég get þó ekki annað en hrósað starfsfólkinu sem kom að stráknum mínum, flestir voru yndælir og mjög hjálpsamir! Eitt man ég þó að það voru einmitt stofugangur á morgnana sem hamlaði því að ég gæti farið og hitt son minn. Ég gat mætt eldsnemma og svo ekki aftur fyrr en um hádegi minnir mig! En það vandist auðvitað... þó svo að mjólkin flæddi á meðan og söknuðurinn í litla snáðann alveg að fara með mann... En þá hugsaði maður bara að þetta tæki allt enda hvenær sem það væri.. og strákurinn fengi að fara heim með okkur foreldrunum Wizard  Stofugangarnir eru jú auðvitað fyrir lækna og annað starfsfólk til þess að vinna vinnuna sína í ró og fara vel yfir hvert og eitt mál sem kemur upp á borð hjá þeim.

IMG_1126     IMG_1422

Hérna eru myndir af litla stoltinu mínu.. fyrri er daginn sem hann fæddist hin er nýleg :) Dulegur og klár strákur hér á ferð skal ég segja ykkur InLove
mbl.is Fékk ekki að sjá nýfæddan son sinn strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að allt hefur gengið vel með litla snáðann þinn, fallegur strákur.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:06

2 identicon

Hann er algjört æði  Þið eruð hetjur.

Linda Rós (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:15

3 identicon

Sonur minn var einnig í 3 vikur á Vökudeild þegar hann fæddist og eina skiptið sem við fengum að vera inni á Vökudeild þegar stofugangur lækna stóð yfir, var daginn sem hann fór í aðgerð. En þá átti hann sko að fara fyrir 9 í aðgerðina en það drógst um 30 mínútur og við fengum að sitja hjá honum á meðan.  Auðvitað var þessi stofugangur stundum óþægilegur, en maður skyldi að maður yrði að leyfa læknunum að vinna vinnuna sína.  Ég náði heldur ekkert allaf að mæta til hans fyrir stofugang á morgnana en ég var þá bara lengur frameftir á kvöldin í staðinn.

Leiðinlegt samt fyrir konu að geta ekki fengið að sjá nýfætt barn sitt í 5 mínútur. Ég fékk nú að sjá son minn nýfæddan (eftir keisara) í 5 mínútur áður en farið var með hann inn á Vökudeild en ég þurfti því miður að bíða í 2 klst eftir því að fá að sjá hann aftur þar sem verið var að skíra barn inni á Vökudeild og ekki var hægt að fara með mig í sjúkrarúminu inn á Vökudeild í miðri skírn (það er nú alveg skiljanlegt að foreldrar barnsins sem verið var að skíra hafi viljað fá frið).

Kv. Andrea. 

Andrea (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:49

4 Smámynd: Guðný Lára

já.. ég kannast einmitt við þetta með morgnana... ég komst ekki alltaf á morgnana fyrir stofuganginn.. þannig að þá varð maður bara að mjólka sig og bíííííða fram að hádegi  :)

Guðný Lára, 27.11.2007 kl. 10:53

5 identicon

flottasti strákurinn!!:)

Maren og prinsessur:) (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:35

6 identicon

Ekki var ég nú svona heppin að sjá guttann minn eftir keisarann þar sem doksanum fannst hann anda svo skringilega að það var farið með hann upp á vöku. Hins vegar "gleymdist" hann þar og ég fékk ekki að sjá hann fyrr en langt gengið í þrjú í eftirmiðdaginn en hann fæddist kl. 7:16 um morguninn...!!!! Þetta á náttúrlega ekki að geta gerst og mér finnst þetta ennþá hræðilegt að hugsa til baka.

Gurrý (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 14:27

7 Smámynd: Guðný Lára

úffs já ég skil það...  svona vinnubrögð eru nú ekki ásættanleg!! En það er gott að þetta er að baki og snáðinn þá vonandi heima í góðu yfirlæti hjá þér

Guðný Lára, 3.12.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband