Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

"Saklaus uns sekt er sönnuð"... eða?

Emily SandersJæja fyrst ég byrjaði  að skoða þetta mál í gær er þá ekki kjörið að halda áfram í dag? Nú hafa flestir fréttamiðlar sem fjalla um mál Emily Sanders, tilkynnt líkfund. Eins og glöggir lesendur fréttarinnar hafa séð er talið að líkið geti verið af stúlkunni. Dánarorsök er ekki ljós en líklega mun krufning leiða hana í ljós.

Áhugavert er að vefsíðan www.zoeyzane.com þar sem meintar nektarmyndir af henni voru birtar var lokuð í gær. Í dag er hún þó opin aftur en engar nektarmyndir finnast þar lengur. Þess í stað er yfirlýsing frá stjórnendum síðunnar þar sem þeir virðast vera að stofna einhverskonar fundarlaunasjóð og vilja þannig stuðla að því að hinn grunaði , Israel Mireles, verði handtekinn og færður til saka. Hvort þetta sé til að forðast slæmt umtal "þessa" módel iðnaðar veit ég ekki, en manni dettur það þá sterklega í hug! En batnandi mönnum er best að lifa á meðan þeir batna á einlægann hátt ekki satt?...Smile

Burt séð frá því segir rannsóknarlögreglan margar vísbendingar hafa komið upp á borð hjá þeim  tengdar þessum módel bransa. Engin af þeim vísbendingum hinsvegar leiddi þá áfram við rannsókn málsins. Því virðast þeir sannfærðir um að hennar aukavinna sé ekki á neinn beinan hátt tengd hvarfi Emily eða hugsanlegu andláti.

israelmireles2Nú er alltaf sagt: "saklaus uns sekt er sönnuð". Auðvitað viðgengst það í þessu máli líkt og öðrum. En miðað við heimildir lögreglu er augljósast að gruna þennan mann um voðaverk. Blóðugt hótelherbergi, týnd rúmföt, Emily sást síðast með honum og ég tala nú ekki um að hann virðist vera horfinn sporlaust af yfirborði jarðar ásamt ungri unnustu sinni. Fregnir herma einnig að ættingjar Israels Mireles vilji ekki tjá sig mikið um hann eða hvar hann sé. Lögregla telur þó að ættingjarnir viti hvar hann er en vilji ekki segja til hans. Grunur er einnig um að hann sé á leið til Mexico ásamt unnustunni , þar eigi hann einnig ættingja.

Já þetta er flókið mál sem ég vona svo sannarlega að leysist sem skjótast! Þó svo að þetta sé ekki eina hvarfið sem á sér stað í heiminum þá er búið að blása þetta mál upp allsvakalega! Líklegast vegna þess að hún á að hafa verið meint "klámstjarna" sem ég get ekki séð að hún hafi verið. Ég fann einhverjar myndir af henni sem sýna hana eina stilla sér upp eða með 2 vinkonum sínum. Engin video hafa verð birt af henni svo ég viti aðeins ljósmyndir! EF fólk er titlað klámstjörnur vegna ljósmynda sem teknar eru af þeim þá ættu nú margir að passa sig... Whistling

israelmireles







hér er svo uppfærð mynd af grunuðum morðingja Emily Sanders þekktur undir nafninu Israel Mireles. Vinsamlegast látið lögreglu vita ef þið verðir vör við ferðar hans... Wink

Góða helgi.... Wizard



mbl.is Lík bandarískrar háskólastúdínu talið fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar í þessa frétt!

ÉG er forvitin manneskja að eðlisfari... ég googlaði nafnið á þessari stelpu og fann að lokum betri frétt sem er mun ýtarlegri en fréttin á mbl...Smile

Stelpan sem hvarf sást t.d. síðast yfirgefa bar í El Dorado með einhverju strák sem hún kynntist þar sama kvöld að nafni  Israel Mireles.  Svo virðist vera að maðurinn hafi eftir þetta ekki mætt til vinnu. Atvinnurekandi hans ákvað þegar svo var í pottinn búið að mæta á mótelherbergið hans og athuga hví hann mætti ekki til vinnu. Á herbergi Israel Mireles blasti við ansi ljót sjón; herbergið í rúst, mikið blóði í herberginu og rúmfötin horfin!

Nokkru áður hafði Emily Sanders (stelpan sem hvarf) skrifað undir samning við stjórnendur einhverrar klámsíðu um birtingar á klámmyndum af henni. Á þakkargjörðardaginn nú ný verið talaði hún við foreldra sína vegna þessa og sagði þeim við hvað hún starfaði í frítíma sínum. Í kjölfar þessa er sagt að kærastinn hafi hætti með henni þar sem honum líkaði ekki "aukavinnan".

Svo virðist sem þetta sé hið flóknasta mál.. og auðvitað sorglegt. Fólk virðist heldur ekki vera sammála um hvort hvarf hennar sé tengt "aukavinnuni" hennar eða ekki.... Það fyrsta sem mér datt í hug var einmitt að einhver "stokker" hefði rænt henni eða afbrýðisamur kærasti hafi gengið of langt.... En ég vona svo sannarlega að það sé í lagi með hana einhverstaðar þarna út í heimi...!

Mér finnst ekki rétt að dæma þessa aumingja stúlku útfrá aukavinnu sinni þar sem við vitum ekkert um hennar aðstæður, hvorki í einkalífi né öðru!! því segi ég við ykkur sem viljið strax skella skuldina á þessa stúlku: gagnrýnið ekki náungann nema geta tekið gagnrýni sjálfir! Smile

hér er hægt að nálgast ýtarlegri frétt um þetta mál á ensku: http://www.kctv5.com/news/14715805/detail.html


mbl.is Háskólastúdína lifði tvöföldu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegurinn ber ekki alla þessa umferð!

Þessi slys á suðurlandsvegi eru alveg hræðileg! Ég auðvitað vona eins og maður vonar alltaf að þetta sé minna heldur en talið sé!!

Ég fer alltaf af stað í símann og hringi hægri vinstri í fólkið mitt þegar svona fréttir koma... það er svo stór hluti ættingja minna ákkúrat á þessum slóðum...Blush

Málið er að ég bjó á Selfossi í mörg ár og keyrði þar af leiðandi oft þennan veg til Reykjavíkur. Það eru ekki nema svona 4-5 ár síðan ég bjó þarna..! Þá man ég ekki eftir svo tíðum slysum á þessum vegi. Ástæðan hlýtur augljóslega að vera aukin umferð bæði einstaklinga jafnt sem mikið af vinnuvélum sem eiga leið um þennan sama veg.

Nú heimsæki ég oft vini og ættingja suður og er yfirleitt með mikinn óhug og sting í maganum þegar ég er að keyra þarna! Maður vill vera vel á varðbergi og passar sig á öllum... En við vitum það öll að slysin gera nú yfirleitt ekki boð á undan sér og þar af leiðandi getur maður ekki passað sig og sína 100%.. hvort sem er þarna eða annarstaðar.

Ég reyndar verð að viðurkenna að ég veit ekki hvort það sé búið að ákveða að gera suðurlandsveg tvöfaldann.. en segja þessi tíðu slys þarna ekki til um hver þörfin er?????  Ég allavegana tel að þörfin sé mikil á tvöföldun á þessum vegi.. og það er bara til skammar að fólk hafi og/eða þurfi að rífast yfir því!!!
mbl.is Umferðarslys á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið er stundum erfitt!

Fyrir tæpum 3 árum eignaðist ég lítinn snáða sem átti sitt fyrsta heimili í heilan mánuð á vökudeildinni á Landspítalanum. Hann var tekinn með keisara rétt fyrir hádegi á fallegum sunnudagsmorgni. Já hann var tekinn, og ég fékk rétt að sjá litla fallega andlitið í nokkrar sekúntur áður en farið var með hann í burtu til skoðunar. Málið er að hann fæddist með klofinn hrygg og fl. og þurftu því læknarnir að taka hann strax til skoðunuar og ákveða í framhaldi hvort hann yrði settur í í aðgerð strax sama dag sem varð svo raunin.

Við biðum í einhverja klukkutíma eftir fréttum. Mér fannst þetta afskaplega langur tími og var orðin frekar stressuð. En líklega var þetta nú styttri tími heldur en minningin segir til um Smile  Loksins komu fréttir  um hann og við fengum að fara ásamt foreldrum mínum upp á vökudleild til þess að hitta hann. Ég man ekki betur en að mér hafi verið rúllað einmitt í rúminu upp þar sem ég var auðvitað nýbúin í keisaraskurði. Það var skrítin og óþægileg tilfinning að koma á vökudeildina svona í fyrsta skiptið, en mikið ógurlega var gott að sjá barnið sitt!!! Fljótlega eftir að við fengum að sjá hann fór hann svo í sína fyrstu aðgerð.

Þennan mánuð sem strákurinn átti heima á vökudeildinni lærðum við ýmislegt. t.d. að það eru ekki allir jafn almennilegir eða jafn klárir í mannlegum  samskiptum... En við skulum þó ekki fara út í þá sálma að svo stöddu! Ég get þó ekki annað en hrósað starfsfólkinu sem kom að stráknum mínum, flestir voru yndælir og mjög hjálpsamir! Eitt man ég þó að það voru einmitt stofugangur á morgnana sem hamlaði því að ég gæti farið og hitt son minn. Ég gat mætt eldsnemma og svo ekki aftur fyrr en um hádegi minnir mig! En það vandist auðvitað... þó svo að mjólkin flæddi á meðan og söknuðurinn í litla snáðann alveg að fara með mann... En þá hugsaði maður bara að þetta tæki allt enda hvenær sem það væri.. og strákurinn fengi að fara heim með okkur foreldrunum Wizard  Stofugangarnir eru jú auðvitað fyrir lækna og annað starfsfólk til þess að vinna vinnuna sína í ró og fara vel yfir hvert og eitt mál sem kemur upp á borð hjá þeim.

IMG_1126     IMG_1422

Hérna eru myndir af litla stoltinu mínu.. fyrri er daginn sem hann fæddist hin er nýleg :) Dulegur og klár strákur hér á ferð skal ég segja ykkur InLove
mbl.is Fékk ekki að sjá nýfæddan son sinn strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var mikið að þeir ætla að gera eitthvað í þessu! :)

Kennaranámið
Það er mjög sniðugt að bæta námið og jafnframt lengja það. En ef svo ber undir þá þarf vel að ígrunda laun þeirra sem útskrifast sem kennarar í kjölfarið! Kjör kennara í núverandi mynd eru svooo fjarstæðukennd miðað við það nám sem býr að baki! Og ég tala nú ekki um að kennaranemar stefna sér í jafn miklar skuldir á námstímanum líkt og aðrir háskólanemar!

Samræmduprófin
Þessi próf eiga að vera mælitæki fyrir Íslenskstjórnvöld og grunnskóla landsins. Það sem þykir þó sorglegt er að þetta virðist oftar en ekki vera einhverskonar mælikvarði á hvaða skóli sé bestur á landsvísu og jafnvel hvaða kennarar skara fram úr. Börnin sem eiga að þreyta þessi samræmdupróf eru oftar en ekki beðin um eða ráðlagt að fara ekki í próf af kennurum sínum vegna þess að þau eru slök í einhverri námsgrein.
"Siggi er beðinn um að sleppa stærðfræðiprófinu því hann veit hvort eð er að hann nái ekki góðum árangri, betra sé að taka frekar stærðfræðina bara upp í núlláfanga í framhaldsskólanum"

Fyrir utan þetta þá er fáranlegt að telja þessi próf í núverandi mynd marktæk! Börn eru misjöfn alveg eins og við fullorðnafólkið. Sumir eru lesblindir, aðrir bara hreinlega betri í verklegum greinum og þannig má halda áfram! Einnig er fáranlegt að sníða kennsluna algerlega eftir því hvað samræmduprófunum er ætlað að mæla, því þannig getur dýrmætur tími við kennslu tapast. Kennslan verður einhæf og miðar útfrá því að nemendur kunni vissa þætti á meðan aðrir þættir gleymst eða eru geymdir...  

Því er fáránlegt að niðurstöður þessara prófa séu notaðar sem helsti mælikvarðinn, bæði á afköst einstakra nemanda, kennara og svo skólanna í heild,  Ég er ekki hlynnt þeirri framkvæmd, að mælingar stjórnvalda á því hvernig kerfið virkar, bitni á nemendum, og tek undir með hinum merka manni Howard  Gardner þegar hann segir að kennarar eigi ekki einungis að færa nemendum innihald kennslubókanna, heldur eigi þeir að móta ákveðna gerð vitneskju og gera þær kröfur  að hægt sé að yfirfæra þá vitneskju yfir á daglegt líf.


mbl.is Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skiptir ekki stærðin máli?

jahá... sumir tjá sig meira en aðrir... :) En burt séð frá því þá varð ég bara að koma með smá innlegg um þetta.. því á sama tíma og þessi frétt hangir inn á mbl.is þá er umræða á barnalandi um sama mál... þ.e. hvort stærðin skipti máli.

mér sýnist nú á öllu að íslenskakonan vilji meina að stærðin skipti máli...  Kannski ekki endilega lengdin heldur breiddin! Einhver segir líka að það passa ekki allir lyklar í sömuskrá eða eitthvað álíka.. það eru orð að sönnu! :)

En þær Íslensku virðast vera sammála Sarah Harding um að karlmaðurinn verði að kunna á sitt tól burt séð frá hver stærðin er!

Ég er íslensk svo mitt álit er sama og þeirra þarna á barnalandi ;o)

ÉG læt fylgja með upp á grínið þessa skemmtilegu umræðu sem ég rakst á inná bl.... :)

http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=8077056&advtype=52&page=2 


mbl.is Sarah segir stærðina engu skipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá verum róleg á því sko..!

Jahá.. fólk þarf greinilega að passa sig í miðborginni....! Hvort sem er á brjáluðum morðingjum, áhyggjufullum nágrönnum eða gargandi snillingum sem lifa sig inn í hryllingsmyndir.... hahahhahah :)

Það er spurning hvort nágranninn hefði hringt á lögguna ef konan hefði verið að lifa sig inn í eina erótíska í stað hryllings..... Grin

þetta bjargaði alveg deginum mínum!!!!


mbl.is Hjálparkall vegna hryllingsmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið vona ég að þetta standi!!

Mér finnst það til fyrirmyndar ef þessi ákvörðun stendur! Í sjálfu sér er ég alls ekki á móti erótískum dansi en það er öll spillingin og glæpastarfsemin sem er í kringum þetta sem gott er að vera án!!

því styð ég fullkomlega þá ákvörðun borgarráðs að leggjast gegn starfsemi þessara nektarstaða! Það er til nóg af annari afþreyingu á annan hátt fyrir þá sem sækja þessa staði :) Bara nota ímyndunaraflið... híhí :)


mbl.is Lögmaður Bóhem ósáttur við ákvörðun borgarráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannskemmandi mannskepnur!!

Mikið hlýtur þetta að vera erfitt! Að vera svona frægur og berskjaldaður í Ameríkunni!! Ég hef einmitt mikið velt þessu fyrir mér hvað varðar Britney Spears... Ekki það að hún sé í einhverju sérstöku uppáhaldi hjá mér, heldur frekar vegna þess að ég vorkenni henni. Það er eitt að vera frægur og eiga peninga en annað að vera frægur í Bandaríkjunum!! Það þarf ekki mikið útaf að bregða hjá þessu fólki... "papparassarnir" er þá komnir á stjá og ná einhvern veginn í ósköpunum að kippa fótunum undan þessum greyjum sem vinna við það að skemmta okkur hinum!! :)

Þessir "papparassar" eru jafnvel að búa til hinar og þessar aðstæður til þess að þetta ágætis fólk komi illa fyrir í okkar heimi!! Taka myndir á óheppilegum augnablikum og búa til æsifrétt úr engu.

Ég var einmitt að horfa á Ophru í gær og þar var Sinead O'Connor í viðtali. Hún rakti sögu sína um þunglyndi, sjálfsmorðstilraunir og fjölmiðlana... Þessir"papparassar" fundu smá smugu þar sem þessi kona var veik fyrir.. og gjörsamlega eyðilögðu hana! Sinead talaði einmitt í þessum þætti um Britney og vorkennir henni. Hún sagði að ef hún gæti ráðlagt Britney eitthvað þá ætti hún bara að flytja til sín..! :)

Mér finnst stefnan í þessum málum vera óskaplega leiðinleg. Ég sjálf er ekki mikið gefin fyrir að lesa um ófarir annarra, sérstaklega ekki fræga fólksins úti í heimi! Hvað kemur okkur við hvort Britney keyrði yfir á rauðu eða Lindsey sé fallin? Eða hver á í forræðisdeilum, hver sé á leið í fangelsi og hver svaf hjá hverjum?? Ég meina þetta alveg sérstaklega þegar fréttirnar eru neikvæðar, niðrandi og ósannar!!


mbl.is Clooney segir papparassa vera glæpamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband