Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Er búið að breyta lögunum?

Furðulegt... ég hélt að sá sem væri með forræðið gæti einn breytt lögheimili!!??  það hefur veið þannig hingað til hjá mér og/eða í kringum mig! Mjög strangar reglur hefur mér fundist, en mjög mikilvægar engu að síður..!

Ætli sé þá búið að breyta þessu?


mbl.is Fluttur til Noregs án samþykkis móður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo var maður skammaður fyrir að vilja ekki þurrmjólk!

Jahá... svo hefur maður verið skammaður og hlegið af manni í gegnum tíðina fyrir að vera hræddur við að nota þurrmjólk.

Ég persónulega notaði kúamjólkurbland fyrir eldra barnið mitt. SVo þegar yngrabarnið fæddist fyrir rúmum 3 árum þá var hamrað á því að nota þessa þurrmjólk. Ég gerði það í smá tíma en fór fljótt yfir í venjulega mjólk og stoðmjólk! Börnin mín eru bæði mjög heilsuhraust og laus við öll ofnæmi og þess háttar!

Hugsa ég myndi gera það sama aftur! Sleppa þessari þurrmjólk. Maður er búinn að heyra alltof margar ljótar sögur um svona gervi mjólk!
mbl.is Fjórða barnið látið í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjálað rok á Akureyri!

úffs.. ég held það verði eitthvað lítið um svefn í nótt!! Veðrið er að verða galið hérna! Það gaular eitthvað svo ógurlega í húsinu mínu núna.. og allskonar skellir og læti börnin skriðin upp í og allt... En allir sofa nú nema auðvitað hún ég.. mamman á heimilinu.

Og svo sýndist mér á www.belgingur.is að þetta eigi eftir að versna með nóttinni og verði hvassast hér fyrir norðan svona upp úr 6.. uhuhuh ég held ég fari og leiti að eyrnatöppum!!

En annars mæli ég með belgingur síðunni... Mér finnst sú síða vera alveg ótrúlega nákvæm!

Góða nótt og....

Takk.... IKE "Turner" fyrir að halda mér vakandi..Pinch

 

 


mbl.is Mörg útköll vegna óveðursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk og stolt!

Þegar ég horfði á videoið með þessari frétt, þá var ekki laust við að ég findi fyrir stolti!! Það er alveg frábært, að við hér á litla Íslandi getum veitt saklausu fólki hjálp líkt og eftir þessar stríðshremmingar!! Ég vona svo sannarlega, að fólk verði þeim vinveitt og bjóði þau velkomin! Þau þurfa varla á mikið meiri grimmd að halda!

ÉG býð þetta fólk alveg hjartanlega velkomið og vona af öllu hjarta að þau
finni nýtt og betra líf hér á Íslandinu góða! Smile

ap_iraq_girl_070705_ms


mbl.is Á ferðalagi í sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er svo sem enginn engill sjálfur..! (video)

skemmtileg samantekt um karlinn..!! Cant live them.. cant live with out them...

 

 Annað video af tónleikunum í Toronto þar sem Liam er hrint..!


mbl.is Noel Gallagher hrint á sviði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fleiri svona "krípí" sögur!

fyndið því í morgun var ég að gramsa á netinu og fann þessa gömlu umræðu á barnalandi (síðan í jan á þessu ári)... það eru nokkrar "krípí" sögur þarna um svona heimsóknir frá ókunnugum.....

http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=8382954&advtype=52&showAdvid=8383031#m8383031


mbl.is Læddist óboðinn inn á heimili að nóttu til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kúl myndband!

Þetta myndband er útúr kúl.... og mjög svo öðruvísi!!  Þetta lag var í uppáhaldi hjá mér vægast sagt þegar það kom út fyrir 15 árum!!!

Útsetningin á laginu núna er flott, en ég sakna gamla söngsins.. með fullri virðingu fyrir honum Páli Óskari... sem mér finnst vera algert æði by the way..!! :) Hann söng þetta bara betur í gömlu útgáfunni..!
mbl.is Nýtt myndband með Páli Óskari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

dont worry be happy...

... það þýðir ekkert að velta sér upp úr þessum áhyggjum...! Bara smæla framan í heiminn því þá smælar heimurinn framan í þig Whistling
mbl.is Merkisdagur í vísindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband